Heimili og skóli - 01.03.1975, Síða 23

Heimili og skóli - 01.03.1975, Síða 23
löggjöf um framhaldsskólastig og starfs- menntun innan þess í reynd verið komið í viðunandi horf. 2. Stjórnsýsla Með frumvarpinu er lagt til, að stjórnun og eftirlit með fullorðinnafræðslu byggi í veigamiklum atriðum á nýmælum í löggjöf með grunnskóla að því er varðar fræðslu- ráð og fræðsluskrifstofur, sem landshluta- samtök sveitarfélaga yrðu aðilar að á móti ríkissjóði. Skólanefndin telur æskilegt, að reynsla verði látin skera úr um ágæti þessa kerfis, áður en farið verði að bæta þar við nýjum þáttum, svo sem fullorðinnafræðslu- nefndum (sbr. 7. gr.), en fræðsluskrifstof- ur gætu þó tekið að sér tiltekna þætti sem samræmingaraðili milli ríkis og sveitarfé- laga og ýmis konar fyrirgreiðslu í þágu fullorðinnafræðslu. Við teljum hins vegar, að stjórnun fullorðinnafræðslu að því er tekur til opinberra aðila, eigi fyrst um sinn að vera í höndum menntamálaráðuneytis- ins og sveitarfélaga. Ekki er óeðlilegt, að ríkinu til ráðuneytis komi fullorðinna- fræðsluráð, kostað hlutfallslega af tilnefn- ingaraðilum, og í sveitarfélögum viðkom- andi skólanefnd í samvinnu við aðra aðila, svo sem aðstæður gefa tilefni til (launþega- samtök, fræðslufélög o. fl.). Á þennan hátt mætti tryggja verulega aukinn stuðning við fullorðinnafræðslu og samræmingu af hálfu hins opinbera í sam- ræmi við markaða stefnu, án þess að bæta við nýjum stjórnsýsluaðilum, fyrr en þá að fenginni reynslu. 3. Stuðningur ríkisins Skólanefndin telur, að meginreglan um fjárhagsstuðning ríkisins við fullorðinna- fræðslu eigi fyrst um sinn að felast í marg- háttuðum óbeinum aðgerðum, en ékki í „75% af sannanlegum kostnaði,“ sem frumvarpið gerir ráð fyrir sem aðalvið- miðun um styrkveitingar. Stuðningur ríkisins ætti m. a. að koma fram í eftirtöldu: a. Stjórnun og samræmingu fullorðinna- fræðslu á vegum menntamálaráðuneytisins og á vegum fræðsluskrifstofa í umboði þess. b. Skólarannsóknir ráðuneytisins taki einnig til fullorðinnafræðslu og ríkið standi að og kosti námskeið fyrir leiðbeinendur. c. Ríkið launi sérþjálfaða námsleiðbein- endur (kennara), er starfi á vegum mennta- málaráðuneytisins sem eins konar farand- kennarar, er taki að sér fræðslu og aðstoði við að koma henni af stað á vegum náms- flokka í sveitarfélögum, á starfsþjálfunar- námskeiðum og víðar. Jafnframt geta þeir orðið mikilvægur tengiliður við skólarann- sóknir og á annan hátt ráðgefandi um þró- un fullorðinnafræðslu. Slíkum leiðbeinend- um verði fjölgað smátt og smátt með hlið- sjón af reynslu og æskilegri þróun. d. Skólarannsóknir beiti sér fyrir samn- ingu og gerð fjölþætts námsefnis til full- orðinnafræðslu og stuðningi við útgáfu þess, einnig að því er varðar kennsluefni á vegum bréfaskóla. e. Veitt verði aðstaða án endurgjalds í skólahúsnæði eða öðru húsnæði í eigu rík- isins eða ríkis og sveitarfélaga, með að- gangi að kennslugögnum að bókasöfnum meðtöldum, að sjálfsögðu með fullu sam- komulagi við umráðaaðila (sbr. 36. gr.). f. í öllum nýbyggingum skóla og við breytingar á eldra húsnæði verði tekið til- lit til þarfa fullorðinnafræðslu og gengið frá normum þar að lútandi á vegum HEIMILI OG SKOLI - 17

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.