Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 5
VIII. ÁRG.
1. TBL.
LÆkNANEMIINIINi
BLAÐ FÉLAGS LÆKNANEMA
REYKJAVÍK, Í'EBRÚAR 1955
BREYTINGAR Á NÁMS-
TILHÖGUN.
Nú um skeið hefur lítt bryddað
á umræðum um skipulag lækna-
námsins hér hjá okkur. Blaðið hef-
ur því gert sér far um að afla
nýrra upplýsinga um námið við
aðra læknaskóla. Fjórir kollegar
hafa lýst í blaðinu í vetur náms-
tilhögun og námsskilyrðum við
jafnmarga erlenda háskóla. Er það
von blaðsins, að það muni vekja
menn til umhugsunar og örfa þá
til að hreyfa málinu, þegar tæki-
færi gefst.
Hér munu, að svo stöddu, ekki
verða gerðar neinar tillögur um
að taka upp að nokkru fyrirkomu-
lag, eins og það tíðkast við erlenda
háskóla. Þó geta sennilega margir
fallizt á það, að skipulag Svía á
þessum málum virðist hafa mjög
marga kosti fram yfir okkar.
Tregðumoment háskóla er yfir-
leitt mjög mikið og erfitt að koma.
á nýjungum. Á hinn bóginn er þá
einnig jafnerfitt að rífa það nið-
ur, sem byggt hefur verið upp á
löngum tíma. Líklega er andstað-
an gegn breytingum óvenjulega
sterk hjá okkur,þegar þess er gætt,
hve mjög við stöndum öðrum
menningarþjóðum að baki í ýmsu.
Hefur því ríkt hér það óvenjulega
ástand, að læknanemar hafa oft-
ast haft frumkvæðið í umræðun-
um, en litlu getað umþokað. Hins
vegar er það fakultetið, sem hef-
ur haft frumkvæðið til þeirra
breytinga, sem gerðar hafa verið
nú fyrir skömmu á læknanáminu
í Svíþjóð og Danmörku.
Fjárskortur háir okkur auðvitað
fyrst og fremst. Þarfirnar eru
margar, og tiltölulega lítið, sem
160 þúsund manna þjóð getur lagt
af mörkum, enda erum við enn
langt frá því að vera fremsta
menningarþjóð í heimi, þótt reynt
sé að telja okkur trú um það. Sterk
andstaða hefur verið gegn því á
Alþingi, að bæta við einum pró-
fessor í lífeðlisfræði, og ekki enn
útséð um endalok þess máls á þessu
þingi, þegar þetta er ritað. Munu
menn geta gert sér í hugarlund
viðbrögð þingmanna, ef þess yrði
farið á leit við þá, að veita fé til
ammanuensa eins og hjá Svíum,
eða til prófessorsembættis í pedi-
atri, þótt til þess hljóti að koma.
Annað, sem staðið hefur lækna-
deildinni fyrir þrifum, er það, að
Háskóli íslands er fyrst og fremst
háskóli islenzkra fræða, og þar af
leiðandi allt kapp lagt á að efla
heimspekideildina sem mest. Jafn-
framt hefur þess verið gætt, að
ofhlaða prófessorana við lækna-
deildina svo störfum, að þeir gætu
ekki haft tíma til að halda hlut
læknadeildarinnar eða auka. Úr
þessu hefur svo vitanlega orðið
circulus vitiosus.
Ekki virðist óeðlileg bjartsýni,
að gera ráð fyrir, að viðbygging