Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 49
LÆKNANEMINN
49
höfðum fáar hefðbundnar venj-
ur til að styðjast við, og enga
fyrri reynslu af útgáfustarfsemi.
— Efum við og ekki, að næstu
ritnefndum muni takast að gera
blaðið fljótlega fjölbreytilegra úr
garði.
LÆKNANEMINN hvorki getur, né
vill, keppt við Læknablaðið á vísinda-
legum grundvelli, og getur því ekkert
talizt því til fyrirstöðu, að læknanemar
skrifi í blað sitt um læknisfræðileg
efni: til þeirra er ekki hægt að gera
eins háar kröfur. Raunar hlýtur
LÆKNANEMINN að vera hinn ákjós-
anlegasti æfinga- og umræðuvöllur um
slík efni. Hins vegar hefur blaðið ætíð
notið stuðnings margra kennara okkar
og annarra lækna, sem ritað hafa í
blað þetta eða gefið góð ráð. Stönd-
um við í mikilli þakkarskuld við þá.
Fjárhagshlið útgáfunnar var
nefndinni sífellt áhyggjuefni. Voru
í upphafi athugaðar ýmsar leiðir
til sparnaðar, sem þó við gaum-
gæfilega athugun reyndust annað
hvort óheppilegar eða ófærar. Hins
vegar taldi félagsstjórnin sig tæp-
lega geta lagt fram úr félagssjóði
nema lítinn hluta af fyrirsjáan-
legum halla. Var því leitað til ým-
issa góðra manna og fyrirtækja
um auglýsingar, og má fullyrða,
að engum hópi manna sé það meira
að þakka, að okkui- tókst að gefa
út þrjú blöð á vetrinum, en ein-
mitt þeira. Hafi þeir þökk.
LÆKNANEMINN
ÚTG. ÚÉLAG LÆKNANEMA
Háskóli Islands, Reykjavík.
R itstjóii:
Leifur Björnsson.
liitnefnd:
Sigurður Þ. Guðmundsson,
Ólafur H. Ólafsson,
Þorgils Benediktsson.
Innan nefndarinnar hefur1 ætíð
verið góð samvinna og mikill á-
hugi. En þó dró það nokkuð úr
hvort tveggju, að einn nefndar-
manna fór í próf um nýár, en
hinir fara allir í vor. Töldum við
okkur því skorta algerlega tíma
til þess að gefa út enn eitt blað
í marz, sem við vorum sammála
um, að hefði verið æskilegt.
Að lokum viljum við bera fram
þakkir okkar til allra þeirra
sem lagt hafa LÆKNANEMAN-
UM lið, bæði læknum, stúdentum
og öðrum.
Leiði'étting: 1 Alþjóðasiðareglum
lækna á bls. 28, næst neðstu línu: full-
tings, les fulltingis.
M¥ BOK Nomina Clinica Islandica
ÍSLENZK LÆKNISFRÆÐIHEITI
eftir Guðmund Hannesson, prófessor
Sigurjón Jónsson sá um útgáfuna
Fæst h já bóksölum