Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 13
LÆKNANEMINN
13
Einnar niðurstöðu vil ég þó geta,
sem hefur fengizt, eftir að efnivið-
urinn frá Skálholti lá fyrir, og hún
er, að líkamshæð íslendinga virð-
ist hafa náð lágmarki á 17. og
18. öldinni; karlar eru þá um 169
cm og konur um 156 cm, og er
þó hér um að ræða þann hluta
þjóðarinnar, er átti við hvað bezt
kjör að búa, því ekki er líklegt, að
aðrir en fyrirmenn hafi hlotið leg
í Skálholtskirkju. Fyrir 1562 var
líkamshæð karla 172 cm og kvenna
159. (Þessar tölur eru útreiknaðar
eftir nýjum og áreiðanlega betri
töflum en áður var völ á. Með
gömlu töflunum voru tilsvarandi
tölur 168,8 cm og 154,8 cm). —
Árið 1946 var líkamshæð karla
175,9 cm og kvenna 162,5 cm. —
Þessar miklu sveiflur, er orðið hafa
á líkamsstærð okkar, eru vafalítið
eingöngu vegna breyttra ytri skil-
yrða, því ekki er hægt að hugsa
sér neina verulega breytingu á
erfðasamsetningu þjóðarinnar á
þeim 4—5 kynslóðum, sem liðnar
eru, síðan líkamshæðin var á lág-
marki. Sé þetta rétt, þá vill það
segja, að tveir hópar manna geta
verið með sömu erfðaeiginleikana
til líkamsstærðar, þó að muni 7—8
cm á líkamshæð þeirra.“
„Á núverandi Alþingi hefur
komið fram frumvarp til laga um
nýtt prófessorsembætti við lækna-
deild háskólans — kennarastól í
fysiologiu og biokemiu. Getið þér
sagt nokkuð um, hverjum breyt-
ingum þetta muni valda á námstil-
högun í 1. hluta?“
,,Ég get ekki hugsað mér, að
um miklar breytingar á námstil-
högun verði að ræða, en vonanai
verður unnt að leggja meiri rækt
við hverja einstaka kennslugrein
en verið hefur, og þá sérstaklega
með aukinni verklegri kennslu.
Annars er rétt að hafa í huga, að
með nýjum herrum koma nýir
siðir.“
„Nokkur styrr hefur ætíð staðið
um ágæti kennslubóka þeirra, sem
notaðar eru í fyrsta hluta, og þá
einkum anatomíu Grays. Hvað er
álit yðar á því?“
„Það er sjálfsagt um mat nem-
enda á kennslubókum líkt og kenn-
ara; fæstir kennarar fella sig alls
kostarviðnokkra kennslubók nema
þá helzt, ef þeir hafa samið hana
sjálfir. Við Gray hef ég aðallega
haldið tryggð vegna þess, að þar
eru kaflar um fósturfræði og vef ja-
fræði, þótt sá síðarnefndi sé ófull-
nægjandi. Ég hef talið það heppi-
legra en að hafa sérstakar kennslu-
bækur í hvoru þessara þriggja
faga, en það er auðvitað álitamál
og gæti komið til athugunar um
breytingu, ef auknir kennslukraft-
ar fást að deildinni.“
„Finnst yður áhuga og skyldu-
rækni læknastúdenta hafa hrakað
í „upplausn“ síðustu ára?“
„Já, að því er viðkemur áhuga
stúdenta á að notfæra sér kennsl-
una. Fæstir spyrja nokkurn tíma
spurninga viðvíkjandi því, er þeir
ekki skilja í námsefninu, og allt
of fáir lesa nú undir tíma. Með
þessu er hætt við, að sambandið
rofni milli kennara og nemenda
eins og þar, sem kennsla fer fram
í fyrirlestrum og „manuduktörar"
verða tengiliðir milli kennara og
nemenda."
„I mörg undanfarin ár hefur
verið talað um offjölgun læknis-
efna. — Hvert er álit yðar á því?“
„Að nokkur síðustu árin hafi
verið offjölgun og útlit sé fyrir
að svo verði á næstunni."
„Hvað álítið þér um konur sem
lækna?“
„Konum hentar engu síður að