Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 46

Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 46
LÆKNANEMINN 1,6 Úr endurminningum VALÐIMARS EINARSSONAR læknis i Friðrikshöfn. Valdimar heitinn, læknir, fæddist 16. júni 1879 í Garöi í Kelduhverfi, Norður- Þingeyjarsýslu. Embæt'tisprófi í læknis- fræði lauk hann frá Hafnarháskóla ár- ið 1909. Hann starfaði alla æfi sem læknir i Danmörku; lengst af i Prið- rikshöfn á Jótlandi. Árið 1950 komu út endurminningar hans hjá Bókaút- gáfunni Norðri, og hefur forlagið góð- fúslega leyft að birta það, sem hér fer á eftir úr bók hans, en það eru nokkr- ar endurminningar frá námsárum hans í Höfn. Valdimar lézt árið 1951. Að loknu undirbúningsprófi hófst hið eiginlega læknisnám. Nú var byrjað á höfuðgreinunum und- ir fyrri hluta embættisprófs, anató- míu . .. lyf jafræði og lífeðlisfræði. Mestri breytingu á náminu olli spí- talagangan, sem nú hófst. Ásamt fimm félögum mínum vann ég frá 1. febrúar 1904 sem fríviljugur — volontör — í tólf mánuði á skurð- læknisdeildinni í Kommunespítal- anum. Við urðum að kaupa okkur meðalakver ... skæri . . . stetho- scop og . . . önnur tæki, en fengum líka strax doktorstitilinn, enda þótt við vissum framan af ekkert um læknissstörf. Yfirlæknirinn á skurðiækna- deildinni, prófessor Tscherning, var frjálslyndur dánumaður, held- úr þögull, gat þó stundum verið kíminn. Alltaf man ég eftir stofu- ganginum með honum fyrsta dag- inn. Strax er við komum inn í sjúkrastofurnar, lagði dauninn frá skurðsárunum á móti okkur. Og enn verri varð hann, er umbúð- irnar voni teknar af sárunum . . . Tscherning hafði ekki tekizt að út- rýma hinni illræmdu sárabakteríu (bacillus pyocyaneus) frá deild- inni. Meðan við stóðum við eitt rúmið, heyrði ég allt í einu hlunk mikinn. Einn volontörinn lá endi- langur á gólfinu í ómegin. . . . Tscherning leit aftur fyrir sig og brosti í kampinn. Ekki tók betra við, þegar við komum niður í lík- skurðarstofuna. Þar leið yfir þrjá eða fjóra. Þegar ég hafði verið þetta ár á handlækningadeildinni, fór ég á lyfjadeildina. Yfirlæknirinn var gamall fauskur, Rosenthal að nafni, Gyðingur að ætt. Hann var stirður og lélegur kennari, enda stóð lyfjafræðin þá á enn lægra stigi en handlækningar. Lyfin voru næsta gagnslítil. . . . En það var heldur ekki talað mikið um meðul á deildinni. Allt snerist um að rannsaka sjúkling- inn og reyna að komast að, hvað að honum gengi. Er yfirlæknirinn þóttist hafa fundið sjúkdómsins rétta nafn, var allt gott. Sjúk- dómurinn, en ekki sjúklingurinn var aðalatriðið. Þegar spítalaþjónustunni loksins var lokið, eftir hér um bil tuttugu mánuði gátu menn fyrst fyrir al- vöru farið að gefa sig að bók- náminu . . . Allan fyrri hluta dags og langt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.