Læknaneminn


Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 41

Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 41
LÆKNANEMINN 41 FRETTIR Fundir. Tveir fundir hafa verið haldnir frá útkomu seinasta blaðs. Sá fyrri mánud. 29. nóv. s.l. árs, og var gestur félags- ins þá Björn Guðbrdandsson, læknir, sem talaði um ýms atriði úr pediatri, „sem hver læknir skyldi hafa in mente". Að lokum bað hann menn spyrja um það, sem þá fýsti að vita nánar. Var það óspart notað. Á síðara fundinum, sem haldinn var fimmtudaginn 16. des. s.l. árs, var gest- ur félagsins dr. med. Öskar Þ. Þórðar- son, sem flutti erindi, er hann nefndi: Þættir úr sögu læknisfræðinnar. Gerði hann grein fyrir ýmsum helztu læknum fyrri tíma, og áhrifum þeim, er þeir hefðu haft á þróun læknisfræðinnar. Var verður góður rómur að báðum þessum erindum, En að þeim loknum var drukkið kaffi, rædd félagsmál og sýndar fræðslukvikmyndir. Próf. Eftirtaldir kollegar luku prófum í janúar: Embættispróf: Arnbjörn Ölafsson, I; 149 stig. Guðrún Jónsdóttir, I; 165 stig. Miðhlutapróf: Ása Guðjónsdóttir, Bragi Níelsson, Guðmundur Tryggvason, Ólafur Ólafs- son, Ólafur H. Ólafsson. Fyrstahluta próf: Bjöm L. Jónsson, Bogi Melsted, Guð- jón Guðmundsson, Halldór Steinsen, Jón Þ. Hallgrímsson, Jón L. Sigruðsson, Jacobine Paulsen, Stefán Jónsson, Þor- valdur V. Guðmundsson. Afmæli. Próf. Jón Steffensen verður fimmtug- ur hinn 15. þ. m., og er birt afmælis- viðtal við hann á öðrum stað í blað- inu. Prófessorinn dvelur erlendis um þessar mundri. Andlát. Próf. Skúli Guðjónsson í Árósum varð bráðkvaddur á heimili sínu 25. jan. s.l. Hann var prófessor í heilsufræði og manneldisvísindum við háskólann í Ár- ósum frá 1939 og gegndi auk þess ýms- um embættum í Danmörku. Embættis- prófi i læknisfræði lauk hann frá Há- skóla Islands 1923, Berlín 1924, og Kaupmannahöfn 1931. Próf. Skúli var heimskunnur fyrir rannsóknir sínar og góður fulltrúi þjóðar sinnar. Alþjóðasiðareglur lækna. Það var einróma álit ritnefndarinnar, að tilhlýðilegt væri, að birta hér í þessu blaði, lækanemum til fyrirmyndar og eftirbreytni, siðareglur þær er Alþjóða- félag lækna samþykkti á fundum sínum í London og Genf. Þar sem Læknafélag Islands át'ti Al- þjóðasiðareglurnar ekki til í íslenzkri þýðingu, var leitað til landlæknis, Vil- mundar Jónssonar, um að snúa textan- um, en hann er sem kunnugt er einn snjallastur manna í læknastétt í beit- ingu íslenzkrar tungu. Brást landlæknir mjög vel við þeirri málaleitan, og vill blaðið þakka honum hérmeð. Bókasafn Bandaríkjanna. Bókasafni bandarísku upplýsinga- þjónustunnar á Laugavegi 24 hafa und- andarið bætzt ýmsar bækur um læknis- fræði. Má þar nefna: Barnes: Urological Practice. Conn: Current Therapy 1954. Fuson: Organic Chemistry. Gray: Anatomy (amerísk útgáfa). Levitt: The Thyroid. Reid: The Uncommon Heart Diseases. Wiener: RH-HR Blood Types. Yearbooks 1953—54 (yfir allar helztu sérgreinar). The Medical Clinics of North America (koma út sex sinnum á ári). Auk þess hefur safnið ýms læknis- fræðileg tímarit, og er hægt að fá lánuð eldri eintök þeirra heim. (Frá Bókasafni USIS). Árshátíð. Félags læknanema verður haldin í Þjóðleikhúskjallaranum þ. 24. febr. n.k. Skemmtiskráin vetrður fjölbreytt; m. a. mun Ólafur Jensson cand. med. flytja ræðu og sænsk söngkona syngja. — Læknanemar, sýnið þegnskap og fjöl- mennið á þessa einu skemmtun ykk- ar á árinu. — Ýmisiegt. Blaðinu hefur verið tjáð, að rang- hermt sé í seinasta blaði, að stúdent- ar í kúrsus i Hvítabandinu fái húsnæði. Leiðréttist það hérmeð. Samkv. upplýsingum frá Landssam- bandi eggjaframleiðenda er meðalstærð hænueggja 65X48 mm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.