Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 34
LÆKNANEMINN
3)f
*
1
Ritnefndinni barst til eyrna á
öndverðu hausti, að einn ágætur
kollega, Magnús Ásmundsson, í
síðasta hluta, hefði verið við lækn-
isfræðinám í Svíþjóð og jafnframt,
að þar væri námstilhögunin með
nokkuð öðrum hætti en hér tíðk-
aðist. — Var mikið um það rætt,
hvort eigi mundi hægt að fá þenn-
an víðreista kollega til að segja
okkur undan og ofan af námi sínu
með svenskum, og eftir nokkrar
samningaumleitanir fékkst sam-
þykki hans til að veita blaðinu
viðtal.
Prostkaldan janúardag börðum
vér að dyrum hjá ofanskráðum
og var oss tjáð, að viðkomandi
sæti í stúdíuverelsi sínu og boðið
þangað inn að ganga. Hinn spaki
maður tók oss af mestu ljúf-
mennsku og bauð oss þegar að
hefja spurningahríðina, en eins
og allir vita getur einn vitgrannur
spurt fleiri spurninga en 10 vit-
ringar geta svarað, en þar eð
hlutfallið var ekki nema 1:1 þótt-
umst vér garderaðir fyrir svo vá-
veiflegu resultati, og ,,hleyptum“
af.
,,Til þess að byrja á einhverju.
Hvaða skilyrðum, ef nokkrum, er
það háð, að komast í sænska
læknaskóla"?
,,Það er nokkuð svipuðum skil-
yrðum háð og t. d. við inngöngu
í verkfræðideildina hérna, þ. e. a. s.
menn verða að hafa nokkuð hátt
stúdentspróf, auk þess sem eink-
unn í stærðfræði, eðlisfræði, efna-
fræði, bio- og fysiologi er látin
ráða miklu. Þess vegna er það, að
margir þeirra, sem fýsir að komast
í læknadeildina, nota 1—2 ár að
loknu stúdentsprófi til þess að
endurtaka próf í einstökum fögum
og hækka þar með einkunn sína
eða þá, að þeir stúdera sérstak-
lega eitthvað fag (við háskóla),
t. d. efna-, eðlis-, eða stærðfræði
eða vinna sem aðstoðarmenn á
rannsóknarstofum, spítölum og
öðrum stofnunum, sem viðkoma
faginu."
„Er þetta vegna þess, að verið
sé að takmarka aðgang að læknis-
fræðinni ?“
„Ekki beinlínis. Svíar líta svo á,
að það sé bæði eyðsla á tíma og
fé einstaklings og ríkis, að menn
fari í læknaskóla, en dagi svo uppi
eftir mismunandi langan tíma. Að-
haldið er mikið og námið erfitt og
þess því æskt, að einungis þeir
fari í deildina, sem nokkurn veg-
inn sé víst um, að standist eld-
raunina.“
„Hvað er um námstilhögunina
að segja?“
„Svíar skipta náminu í tvo hluta,
fyrri og síðari. Sá fyrri svarar
til fyrsta og miðhiuta hér, að
undanskildum spítalakúrsusum, en
sá síðari til seinasta hlutans hér
utan hvað hann er allur viðameiri.
Venjulegast tekur námið 7 ár, 3 1
fyrri, en 4 í síðari hluta. — Ég
var við nám í fyrri hluta við
„Karolinska Institutet" í Stokk-
hólmi, sem er einasta menntastofn-
un í Svíþjóð, sem eingöngu kenn-
ir læknisfræði. Þar eru teknir 60
nýstúdentar á hverju misseri, en
þau eru tvö á hverju skólaári, það
fyrra frá 1. sept. til 31. des. og
það síðara frá 1. jan. til 15. maí.
Þessi 60 manna hópur, sem kem-