Læknaneminn


Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 14

Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 14
H LÆKNANEMINN fást við læknisstörf en ljósmóður- og hjúkrunarstörf.“ Ég verð að viðurkenna, að þetta síðasta svar prófessorsins var ekki alveg það, sem ég hafði búizt við; ég hafði jafnvel vonað, að hann væri samþykkur því, ef til vill órökrétta áliti, sem ég hef á fem- inin kollegum. Var því ekki frek- ar farið út í þá sálma. Hvað viðvíkur áliti prófessors- ins á áhugaleysi stúdenta í því að spyrja sér til, held ég, að flestir geti verið sammála um, að þar ráði mestu það, að slíkar spurning- ar séu ekki tilhlýðilegar og svo, ef til vill, hæverska og feimni sumra. — Það er því gott að hafa fengið þetta fram, og ætti það að vera 1. hluta stúdentum hvatning til að spyrja prófessor- inn óspart, úr því að svona er í pottinn búið. Prófessor Jón Steffensen er fæddur í Reykjavík 15. febrúar 1905, sonur hjónanna Karenar og Valdemars læknis Steffensen. Stúdentsprófi lauk hann í júní 1924 frá Menntaskólanum í Reykjavík og kandidatsprófi í læknisfræði frá H. I. í febrúar 1930. Að loknu kandidatsprófi stund- aði hann nám við ýmis sjúkrahús í Danmörku til ársins 1934, auk þess, sem hann gegndi héraðs- læknisstörfum í Miðfjarðarhéraði frá okt. ’30 til jan. ’32. — Að loknu námi þessu, var Steffensen um tíma við læknisstörf á Akur- eyri, eða þar til í maí ’35. Þá fer hann enn utan og stundar nú nám við Anatomisches Institut í Miin- chen, júní ’35—maí ’36; Anthropo- logisches Institut á sama stað, júní—-júlí ’36; Physiologisk Insti- tut í Kaupmannahöfn ágúst ’36— janúar ’37 og við líffæra- og líf- eðlisfræðistofnanir í London og Edinborg frá júní—sept ’37, en það ár, í febrúar, er hann skipað- ur prófessor við læknadeild H. I., svo að jafnframt fimmtugsafmæl- inu á hann einnig 18 ára starfs- afmæli við Háskólann. Auk þessara tveggja afmæla á prófessorinn einnig silfurbrúð- kaupsafmæli í marz, en 19. marz 1930 kvæntist hann Kristínu Björnsdóttur. LÆKNANEMINN vill fyrir hönd allra læknanema óska prófessorn- um og frú hans hjartanlega til hamingju með hið þrefalda afmæli og gæfu og gengis um alla fram- tíð. Þau lifi! — S. Þ. G. PENINGANA EÐA LlEIÐ. Fursti nokkur, sem var jafnkunnui' fyrir auðæfi sin og nízku, þjáðist af sjúkdómi, sem aðeins var hægt að lækna með uppskurði. Hann lét sækja í höll sína frægan skurðlækni, prófessor við enn frægari lækna- skóla. Er sá hafði skoðað hann, spurði furstinn hversu mikið upp- skurðurinn mundi kosta. Skurðlæknirinn svaraði: „Fimm þúsund franka.“ Hvað er þetta, fimm þúsund franka fyrir ekki klukkustundarverk, það er meira en hershöfðingi fær. „Jæja þá,“ svaraði prófessorinn, „látið þá hershöfðingja skera yður upp."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.