Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 19

Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 19
LÆKNANEMINN 19 talsvert af sýrum umfram basa. Eru það aðallega brennisteins- og fosforsýra. Til þess að sýrufarið raskist ekki, en pH blóðsins er normalt 7,4, þurfa því nýrun að útskilja talsvert af sýru umfram basa, þ. e. án þess að missa Na við það. Til þess hafa nýrun 3 aðferðir: 1) Nýrun geta útskilið veikar sýrur, án þess að missa við það basa, eins og sýrustig þvags- ins leyfir, en það getur orðið súr- ast pH 4,7. Þannig er þó ekki hægt að útskilja sterkar sýrur, þ. e. mik- ið dissocieraðar eða ioniseraðar. 2) f tubuli getur dibasiskt fosfat breytzt í monobasiskt fosfat. Það útskilst þá sem monobasiskt fos- fat, sem er súrt, í stað þess di- basiska, og líkaminn græðir Na. Hlutfallið milli mono- og dibasisks fosfats er 1:4 í blóði, en 9:1 í þvagi og getur farið upp í 50:1. 3) Nýr- un geta búið til ammoniak úr am- inosýrum, og getur það komið í stað „kationa", þegar líkaminn þarf að spara þá, og útskiljast þá sýrurnar sem ammoniumsölt. Und- ir venjulegum kringumstæðum er lítill útskilnaður á ammoniumsölt- um, en getur aukizt mikið, ef á þarf að halda, t. d. við diabetes. Ef nýrun eru skemmd eða sýkt, getur hæfileikinn til að útskilja sýrur með þessum þrem aðferðum horfið eða minnkað. Myndast þá acidosis. Útskiljast sýrurnar þá að miklu leyti sem natriumsölt. Hið mikla Na-tap veldur vatnstapi, svo að það myndast bæði acidosis og dehvdratio. C. Útskilnaður á úrgangsefn- um. Þriðja aðalhlutverk nýrnanna er útskilnaður á ýmsum úrgangs- efnum. Þetta starf getur truflazt við hvers konar nýrnaskemmdir og leiðir að lokum til uræmia. Ein- kennin stafa einkum frá niður- brotsefnum eggjahvítu, sem hlað- ast upp í líkamanum, og aeidosis. Uræmiu fylgir retentio á kalium og lækkun á calcium, jafnvel svo mikil, að komið getur tetania. Þeg- ar nýrun geta ekki lengur breytt samsetningu gl.-filtratsins, verður „tvangs-polyuria“ og mikið tap á NaCl og vatni, og þessvegna de- hydratio. Þó ber að athuga, að ur- æmia getur stafað af oliguri og anuri, en þá fylgir ekki dehydratio. Trufluð þvagmyndun. Nú skal greina frá nokkrum truflunum á þvagmyndun og helztu orsökum þeirra: 1) Hyposthenuri heitir það, þegar þvagið hefur að staðaldri mjög lága eþ. og nýr- un geta ekki concentrerað. Þetta skeður t. d. við diabetes insipidus. Við nephritis chron. er conc. og eþ. þvagsins alltaf lág, því að hæfi- leiki tubuli til að concentrera, þ. e. resorbera vatn, er minnkaður. — 2) Isosthenuri nefnist það, þegar tubuli geta ekki breytt samsetn- ingu gl.-filtratsins. Það skeður fyrr eða síðar við ýmsar nýrnaskemmd- ir, t. d. nephritis chron. Þá er eþ. þvagsins fastskorðuð við 1010— 1012, en það er einmitt eþ. gl.- filtratsins. — 3) Polyuria, eða mikið þvagmagn, getur stafað af mörgum orsökum. T. d. má nefna diabetes insipidus, diab. mellitus, acidosis, psychogen vatnsdrykkju og s. k. „tvangspolyuri" við sjúk- dóma, sem valda miklum nýrna- skemmdum, eins og nephritis chron., cystunýru, hydronephrosis o. fl. — Oliguri er það hins veg- ar kallað, þegar sólarhringsþvag er minna en 500 ml, og anuria, þegar ekkert þvag myndast. Þá geta nýr- un ekki skilið út föst efni í nógu ríkum mæli, og verður því retentio
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.