Læknaneminn


Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 37

Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 37
LÆKNANEMINN 8 7 í próflestur, svo fer alltaf nokkuð í að bíða eftir að komast á hina ýmsu kúrsusa. Margir stúdentar ráða sig nokkurn tíma sem að- stoðarlækna, bæði í héraði og á sveitasjúkrahúsum, og auðvitað fer svo ævinlega eitthvað til hvíldar og hressingar.“ „Eitt ennþá; vildir þú ekki gera einhvern samanburð á náminu þar og hér og benda jafnframt á það, sem við gætum helzt tekið upp eftir Svíum?“ „Fjárhagslega stöndum við þeim svo langt að baki, að margt, sem fýsilegt væri, að gert yrði, er ó- framkvæmanlegt. Ýmsar smá- breytingar fyndist mér þó hægt að gera, t. d. að taka að nokkru leyti upp ammanuensafyrirkomu- lagið, þó ekki væri nema fyrir stú- denta á 1. ári, og kenna þeim á þann hátt t. d. beina- og vöðva- fræðina, og munu allir geta séð, hvílíkur kostur það væri. Þá finnst mér það geigvænlegt, að 30—40 manns innritast í deildina ár hvert, en 10—20 útskrifast. Fyrir það ætti að vera hægt að girða með því að setja strangari inntökuskil- yrði, svo að menn eyði ekki bæði tíma og fé til einskis. Prófsystemið sænska finnst mér, að mætti taka upp hér, en með því væri komið í veg fyrir það, að eitt fag gæti eyðilagt annað. En það, að þurfa að taka upp 2 eða fleiri próf, þó fallið sé í einu, finnst mér alger- lega út í hött. Hinsvegar verður hin stranga námstilhögun óneitanlega á kostn- að hins academiska frelsis, og fag- idiotismus er miklu algengara fyr- irbrigði þar en hér, þar sem menn eru svo til algerlega „quarantiner- aðir“ fyrir utanaðkomandi áhrif- um. Einnig er það til fyrirmyndar hér, að allar stéttir eiga fulltrúa í deildinni, en í Svíþjóð eru aðeins 5% læknanema úr fátækari stétt- um. Þó koma þar fleiri sjónarmið til greina en auraleysið eitt saman, svo sem rík stéttakennd, iðnaðar- mannssonur verður iðnaðarmaður o. s. frv„ en það erum við til allrar hamingju lausir við.“ S. Þ. G. ÖLD TÆKNINNAR. Símastúlkan: Ríkisspítalinn. Rödd: Mig langar til þess að spyrja, hvernig frú Önnu líði. S.: Hvaða frú Önnu? R. : Frú Önnu Pétursdóttur. S. : Hún er á handlæknisdeildinni. Ég skal gefa yður samband við deildarhjúkrunarkonuna. Hjúkrunarkona: Handlæknisdeildin. Katrín Pálsdóttir. R: Mig' langar til að spyrjast fyrir um frú Önnu Pétursdóttur. Hvernig hefur hún það? Hj.: Eitt augnablik. Jú, frú Anna hefur það gott. Á morgun á að taka saumana, og sennilega fer hún heim eftir nokkra daga. R.: Mikið er gaman að heyra þetta. Þakka yður kærlega fyrir. Hj.: Á ég að skila einhverju? R.: Þér skulið ekki vera að hafa fyrir því. Þetta er frú Anna. Mér segja þeir aldrei neitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.