Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 28

Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 28
Alþjóðasiðareglur lœkna Samþykktar á þriðja allsherjarþingi Alþjóðafélags lækna í Lundúnum í október 1949, ALMENNAR SKYLDUR LÆKNA. LÆKNI BER ÆTÍÐ að rœkja starf sitt af því vandlœti, sem framast verður krafizt af lœkni. LÆKNIR MÁ ALDREI í starfi sínu láta stjórnast af fjárvon einni saman. GREINT ATHÆFI telst lœkni ósæmandi: a) að kynna sjálfan sig á nokkurn hátt umfram það, sem skýrlega er heimilað í siðareglum lækna hvers lands eða ríkis, b) að ganga á hönd nokkurri þeirri lœkningasýslu, er skerði sjálfstæði hans sem lœknis, c) að þiggja fé vegna þjónustu, sem veitt er sjúklingi, um- fram tilhlýðilega læknisþóknun, eða láta úti fé vegna sltkr- ar þjónustu án vitundar sjúklings. LÆKNI ERU SKILYRÐISLAUST ÓHEIMILAR hvers konar aðgerð- ir, er veikt gætu líkamlegt eða andlegt viðnám nokkurrar mann- veru, nema réttmœtar séu í lælcninga- eða heilsuverndarskyni t þágu sjúklings. LÆKNI ER SÆMST að birta almenningi up'pgötvanir með mikilli gát. Sarna máli gegnir um lœknisdóma, er gildi þeirra hefur ekki náð viðurkenningu læknastéttarinnar. ÞEGAR LÆKNIR ER KRAFINN vættis eða vottorðs, hlýðir honum að votta það eitt, er hann getur fært sönnur á. SKYLDUR LÆKNIS VIÐ SJÚKLING. LÆKNI MÁ ALDREI GLEYMAST, hversu mikilsvert er að varðveita mannslíf, allt frá getnaði þess til grafar. LÆKNI BER AÐ AUÐSÝNA sjúklingi sínum fyllstu hollustu og greiða honum veg að öllum úrræðum vísindagreinar sinnar. Ef ekki er á fœri lœknis að leysa af hendi nauðsynlega rannsókn eða aðgerð, ber honum að leita fulltings annars lœknis, sem til þess er fær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.