Læknaneminn


Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 35

Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 35
LÆKNANEMINN 35 ur nýr eru eðlilega mestu græn- jaxlar og þeim tekið sem slík- um, þ. e. a. s. þeim er strax kennt, að medicin þýði læknisfræði, og upp frá því er allt byggt á jarð- fastri undirstöðu. — Byrjað er á anatomíu. Nýliðunum er skipt í smágrúppur, 4—6 í hverri. Strax í upphafi er byrjað af fullum krafti og þeim fengin á fyrsta degi handleggsbeinin og sagt að fara heim og stúdera þau og koma að viku lioinni til yfirheyrslu, sem framkvæmd er af aðstoðar- manni, s. k. ammanuens, sem auk þess er stúdentunum til aðstoðar, ef í nauðirnar rekur. Þannig er osteologian lærð, smápróf á viku fresti og einkunn gefin og innfærð. Þar næst er arthrologian tekin, og nú eru þeir látnir dissecera einn lið hverja viku, læra og taka próf. Líkin, sem fyrst eru notuð, eru andvana fædd börn. — Því næst er myologian tekin á sama hátt, síðan angiologian, en nú er farið að dissecera lik fullvaxinna. — I Svíþjóð er enginn hörgull á lík- um, því allir þeir, sem einhvern tíma hafa þegið af ríki eða bæ og ekki er sinnt af ættingjum, er þeir hafa andazt, eru tekn- ir umsvifalaust, þegar búið er að segja yfir þeim ritualið, og látnir í formalinkör, og liggja bar í y2—1 ár og þykja þá hæfi- lega præpareruð. — Þannig rekur hvert kerfi líkamans annað, stöð- ug vinna og aðhald svo rækilegt, að slæpist maður í 1—2 vikur, seinkar manni strax um heilt miss- eri. Þó ,,tempóið“ sé erfitt, kemst þetta fljótt upp í vana og sæmi- lega greindum og heilsugóðum mönnum er þetta mjög kleift, og fyrir bragðið er auðveldlega kom- izt yfir námsefnið. Auk þessa eru svo fyrirlestrar fluttir af prófes- sorum, sem lausir við útskýringar, ítroðslur og yfirheyrslur tengja saman og ,,complettera.“ Að vori er svo tekið próf, sem fer þannig fram, að grúppan, sem unnið hefur saman allan veturinn, ,,skýtur á fundi“ með prófessorn- um, sem spyr alla meðlimi nokk- urra spurninga án þess að fara mjög nákvæmlega í sakirnar, sér- staklega, ef viðkomandi hefur stað- ið sig vel í smáprófunum, en það á hann hægt með að sjá af náms- ferilsbókunum en, sem lög gera ráð fyrir, er auðvitað spurt í þaula, ef frammistaðan í þeim hefur ver- ið lakleg. — Þarna sitja svo „membra colloquia“ í hæginda- stólum og rabba saman í friði og spekt næsta lausir við tremor, diar- rhé, polyuri og sequele insomniae. Þess ber að geta, að jafnhliða prófinu í macroscopiskri anatomiu er tekið próf í microscopiskri anatomiu, þ. e. histologiu, en hún er kennd samtímis anatomiunni á síðara misseri 1. árs. Hver stúdent fær sitt microscop og ca. 100 præ- paröt. Skipulagið er það sama og í anatomiunni, á hverri viku lært og lokið við ákveðinn hluta histo- logiunnar. Jafnframt er kennd embryologia og endanlegt próf tekið strax að henni lokinni. Enn- fremur er á sérstökum kúrsus kennd anatomia og histologia central taugakerfisins. Á 2. ári er byrjað á kúrsus í kemiskri laboratoriumteknik. Jafn- hliða því er svo kennd almenn kemi, lífræn og ólífræn. Kennslan fer bæði fram í fyrirlestrum og verklega, og er síðari þátturinn afar umfangsmikill. Skipulagið er svipað og á 1. ári, á hverri viku farið yfir nokkurn hluta og tekin smápróf. Yfirferðinni og labora- toriumvinnunni er lokið á rúmum tveim mánuðum og lokapróf tekið. — Seinni hluti misserisins er svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.