Læknaneminn


Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 26

Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 26
26 LÆKNANEMINN mán. med. amb. og 1 mán. á geð- veikraspítala. — Mörgum heppn- ast að fá vikaríöt og fá nú orðið ca. 1000 kr. d. á mán. eða ca. 700 kr. nettó. Allmargir fara til Sví- þjóðar og segjast fá þar lygilega há laun. Ég þekki t. d. einn, sem sagðist hafa haft nettó ca. 1300 kr. s. á röskum sex vikum. -—• Sumrin og vetrarfríin (des., jan.) eru yfirleitt notuð til að inna prak- tikant þjónustuna af hendi. Sum- ir „liggja úti“ 1 semester til að vinna sér inn peninga, en taka svo 3 semester á 1 ári á eftir. Skylda er að skrifa minnst 25 jour. nala á mán. sem praktikant. Allmikill munur er á því að vera praktikant og volontör. Volontör- inn er að mestu leyti áhorfandi og hefur leyfi til að spyrja eins og fífl, án þess að verða það til lasta lagt. Hann verður líka að láta sér lynda á stundum, að hleg- ið sé upp í opið geðið á honum. Praktikantinn er hins vegar virki- legur þátttakandi í starfinu, eins og orðið bendir til. Honum er og ætlað, innan vissra takmarka, að ber'a ábyrgð gerða sinna, og það sérlega, þegar hann hefur launaða stöðu sem vikar. Hann er gjarnan kallaður doktor, enda eru Danir svo hæverskir að titla oftast einni gráðu hærra, en efni standa til, sé þess nokkur kostur. 5. og 6. semester. Nú er allt kapp lagt á að búa sig undir próf í pathologiu, farmakologiu og heilsufræði. Pathologiunni er skipt í tvennt. Prófessorarnir eru líka tveir og in- stitutin tvö. Við kennslu í jtatho- logiskri anatomiu er aðaláherzla lögð á makroskopiska skoðun líf- færanna, ásamt handbrögðum við obduktionir, og examinationes in auditorio. Auk. þess er, sem vera ber, mikið lagt upp úr mikroskop- iskri skoðun. Undir almenna patho- logiu heyrir bakteriologi (Tjötta í einu bindi), immunologi og patho- fysiologi (handrit institutsins) og hematologi, sem reyndar er þeirra óskabarn. Próf. Bichel og dr. Kissemeyer-Nielsen, aðstoðarmað- ur hans, eru kunnir menn í sínu fagi. Pyrir 2—3 árum voru þeir t. d. kvaddir alla leið til Júgó- slavíu að ,,doktorera“ einn af vildarmönnum Titos. Kissemeyer- Nielsen er kornungur maður og einn hinn efnilegasti í hópi yngri vísindamanna Dana. Hann á að baki einstaklega glæsilegan náms- feril og fyrir stuttu varði hann doktorsritgerð um myndun og eðli thrombocyta. Dr. Skúli Guðjónsson kennir* heilsufræði. Er hann allþekktur í Danmörku. Hann hefur auk þess verið lengi verksmiðjulæknir á Jótlandi og fengizt við atvinnu- sjúkdóma. Allmikið af starfi hans hefur fallið á þau svið, sem kalla mætti útlendur læknisfræðinnar og því oft vanmetið. Hann hefur m. a. veitt forstöðu framhaldsnámskeiði húsmæðrakennara. Er sú kennsla furðulega mikil, enda stefnt að því, að þær geti unnið að rannsóknum sjálfstætt. Þar er nú ein stúlka, íslenzk. Ennfremur var Skúli einn for- göngumannaaðstofnun framhalds- skóla fyrir hjúkrunarkonur. Stend- ur þessi kennsla rösklega hálft ár og er að miklu leyti bókleg. Er þetta talinn strangur skóli og vart af reynslustigi ennþá. Skilst mér, að ætlunin sé í framtíðinni, að allar deildarhjúkrunarkonur eigi að ljúka þar prófi. Allmargar hjúkrunarkonur af hinum Norður- löndunum eru á þessu námskeiði, * Greinin er rituð um miðjan nóv. s. 1. árs. — Ritstj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.