Læknaneminn


Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 32

Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 32
32 LÆKNANEMINN sjúkrastofum og rúmar eins og áður er sagt 25 sjúklinga. Auk sjúkrastofanna eru þarna skurð- stofa, röntgenherbergi, ljóslækn- ingastofa, skiptistofa, híbýli starfsfólks, eldhús, matargeymslur o. fl. Öllu er mjög haganlega fyrir komið og húsið allt hið vistlegasta. Sjúkrahúsið er mjög vel útbúið tækjum, sem öll eru framleidd af hinu heimsþekkta fyrirtæki „Siem- ens“ í Þýzkalandi. Sjúkrahús- læknir er Bjarni Sigurðsson, áð- ur læknir við Isafjarðarspítala, en auk hans munu starfa við sjúkrahúsið þeir læknarnir, Björn Sigurðsson og Karl G. Magnússon, eftir því, sem þörf krefur. S. Þ. G. UM LÆKNANÁM í DANMÖRKU OG FLEIRA. Framli. af bls. 27. f slendingar séu heldur vel þokkaðir hér í landi. Stöku sinum hefur mér orðið hálf óþægilegt innan rifja, þegar fólk, sem si svona ferðast ekki á hásviðum andans, heldur mann vera víkingason af fslandi. Er ekki laust við, að sumir þessara líti hálfgerðum öfundaraugum á „vík- inginn". Er í aðra röndina hálf- sárt að vita sig svo mikinn ættlera, að hafa hvorki mundað sverð né drepið mann, og enn síður bitið þá á bai’kann eins og Egill forðum. Líklega stafar þetta af öllu því um- tali um víkinga og vígaferli hinna fornu íslendinga, sem blöðin suðu af rómantískan velling við heim- sókn forsetans í vor. Má og segja, að margur ruglist af minna en skrifum blaða. Danskir stúdentar eru afar iðnir og haga námi sínu skynsamlega. Þeir lesa jafnt og þétt eins og þeir séu í tímavinnu og láta lítt trufla sig. Fjárráðin eru og oftast í krappara lagi, og á íslenzka vísu vafalaust talin hreint óbærileg. Ég hef ekki orðið þess var, að orðið „kúristi" fyrirfinnist í þeirra orða- forða. Er og miklu fremur hnýtt í þá, sem ,,slugsa“, en hina, sem halda sig að bókinni. Mættum við í þessu læra eigi alllítið af þeim. Að lokum óska ég þess, að blað þetta megi dafna vel og sem flest- ir leggi því lið. Skyldu og kollegar ekki láta andagift sína verða inni- staðna um of. Það er nefnilega há- bölvað fyrir heilastarfsemina, nái produktin að fúkka! „SYMPATISK FORSTÁELSE." Læknir nokkur þurfti oft að vitja um frú eina, sem komin var yfir miðjan aldur. I hvert sinn, sem hann kom, byrjaði uppáhaldskjöltu- rakkinn hennar að gelta, þegar er hann kom inn í forstofuna. Dag nokkurn opnaði ný vinnukona fyrir honum, og aldrei þessu vant, gelti hundurinn ekki. ,,Nú, hvar er þá kvikindið núna?“ spyr læknirinn. „Frúin er í setustofunni," svarar sú óviðjafnanlega, með skilnings- glampa í augunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.