Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 27

Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 27
LÆKN ANEMINN 27 einkum sænskar. Þar er og ein íslenzk hjúkrunarkona. S-hlutann á að taka, ári eftir A. Þar eru haldnar sérstakar klinikk- ur í med., kir., og ped. Auk þess colloquium í med., réttarlæknis- fræði og fæðingahjálp. Til þess að standast lokapróf þarf minnst 105 stig samtals. Eftir nýju reglugerðinni er að- eins gengið til prófs einu sinni eftir 1. hluta, en ekki er gott að vita, hversu sú ráðagerð gefst. Ennfremur á að auka praktikant- þjónustuna töluvert og kennsluna í pediatri og psychiatri verulega. Háskólinn í Árósum er ungur og læknadeildin tæpast fiillbyggð enn- þá. Því var lengi sá siður hafður, að senda menn 1—2 síðustu árin til Hafnar, en nú verður breyting á. Fyrstu kandídatar héðan út- skrifast í janúar. Við Árósarhá- skóla eru 1700—1800 stúdentar, ca. 40% í læknadeild og 7. hver er kona. Finnst mér þær láta eigi lítið á sér bera. Prófessorar við deildina eru hartnær 25. Mikill hagur er, að allar byggingar há- skólans eru í einu hverfi, svo að ekki þarf að þeytast bæinn á enda eins og í Höfn. Ennfremur liggur bæjarspítalinn handan næstu götu. Hann er allstór (2 þús. sj.) og myndar heilt hverfi. Þar eru nokk- ur hús í smíðum, m. a. stórhýsi 7 hæða. Auk þessa eru þarna 50—-60 læknaíbúðir, apotek og heilt komplex með íbúðum hjúkr- unarkvenna og -nema, ásamt skóla. fyrir þær. Gangar eru neðanjarð- ar milli allra húsanna og þar ekið á sérstökum mótorvögnum. 2 aðrir spítalar eru í Árósum. Aldrei hef ég verið á vinnustað, þar sem iafngóður andi ríkir og á bæjarspítalanum. Að vísu finnast kverulantar, en allir eru þá ein- hvern veginn sammála um að ign- orera hann eða hana, hvort sem það er nú læknir eða hjúkrunar- kona. — Mér skilst, að hjúkrunar- konum muni betur borgað hér en heima, en þó þori ég ekki út í neinn samanburð. Trúað gæti ég, að þær litu öfundaraugum á stall- systur sínar í hvítu nylonsloppun- um heima. Árósar er þrifalegur bær og við- kunnanlegur, enda flest hverfi ný- leg og þar er gott að vera. Fátt er fornra minja utan dómkirkj- unnar, sem að stofni til mun vera á 7. hundrað ára gömul. Skip hennar kvað vera eitt hið lengsta á Norðurlöndum. Danir segja sjálfir að Árósar séu leiðinlegasti bær í landinu. Má það til sanns vegar færa í augum ókunnugs, því að margt í félags- og samkvæm- islífi gerist hér exclusivt og ekki ætlað aðvífandi flysjungum. Mér hefur stundum fundizt sem Árós- ar og Akureyri væri um margt líkar. Eitt sinn átti ég erindi við einn prófessoranna og hann byrjaði svona: ,,Nú já, þér eruð Islend- ingurinn. Ég þekki líka einn Jó- hannesson frá íslandi; hann var þá rektor háskólans þar, en ég hér. Okkur var ásamt fleirum boðið til Skotlands." Hélt hann nú endi- lega að við værum skyldir, máske náfrændur. Gekk mér hálf illa að gera honum skiljanlegt, að svo væri nú ekki. Þótti mér eftir á heldur súrt í broti að geta ekki talizt í ætt við þann mæta mann, sem að auki hafði „impónerað" hann, blessaðan karlinn, en söm var hans velvild eftir, sem áður. Og í stuttu máli sagt, hefur mér ekki verið sýnt annað en hin mesta velvild. Fæ ég ekki annað séð en Framh. á bls. 32.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.