Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 36

Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 36
36 LÆKNANEMINN notaður til biokemiu og fysiologi, en nú eru ekki tekin nein próf um misseraskiptin og allt síðara misserið fer í þessi tvö fög; fyrir- lestrar á morgnanna, en eftir há- degið laboratoriumvinna og demon- strationir ammanuensanna. Þess- um fögum er líka skipt í smákafla og smápróf tekin viku hverja; að vori er svo tekið lokapróf hjá við- komandi prófessorum. Síðasta árið í fyrri hluta er svo farið í farmakologi og pathologi og er eins og fyrr; fyrirlestrar flutt- ir af prófessorum, en rannsóknir í báðum greinum, pathologiskar krufningar, farmakologiskar ana- lysur o. þ. h., fara fram undir stjórn ammanuensanna. Líkt og áður eru tekin smápróf og loka- próf um vorið, og er þar með lok- ið fyrri hluta.“ „Þetta er auðheyranlega fyrir- myndar tilhögun; hverja álítur þú aðalkosti þess?“ „Það er aðallega það, að hverja viku lærir maður ákveðið efni og finnur því betur, hvað miðar, auk þess, sem þetta fyrirkomulag kem- ur að talsverðu leyti í veg fyrir prófhræðslu og þá undirrót henn- ar, að farið sé í próf illa undir- búinn. Einnig það, að einungis er kennt eitt eða tvö fög í einu, veld- ur því, að betur er vakað við og áhuginn meiri en, þegar farið er í mörg samtímis." „Hvað er að segja um námið í síðari hlutanum?" Það þekki ég ekki af eigin reynd nema að litlu leyti. í upphafi 1. árs í síðari hluta er kliniskt undir- búningsnámskeið, s. k. propedeut- iskur kúrsus, en á honum er kennd klinisk skoðun sjúklinga, rann- sóknarstofutækni, almenn hjúkr- un, þ. e. að búa um rúm, hvernig taka skuli ýmist materiale til rann- sóknar, saur, hráka, magainni- hald o. þ. h., meðferð heltzu klin- iskra tækja, svo sem electrocardio- grafs, electroencephalografs o. fl. Þessi kúrsus tekur 2 mán. Því næst er 6 mán. kúrsus á medi- cinskri deild. Fyrirlestrar eru flutt- ir af prófessorum á morgnanna, að þeim loknum starfar stúdent- inn á s. k. polyklinik, en þangað koma sjúklingar til skoðunar, ým- ist sendir af læknum eða sj., sem legið hafa á sjúkrahúsinu og koma til eftirlits. Að þessu loknu byrjar svo starfið á deildinni; hver stú- dent hefur undir höndum 4—6 sjúkrarúm og þá sjúkl., sem 1 þeim liggja, hugsar hann algerlega um tekur journala, fylgist með þeirri meðferð, sem þeir fá, og gerir rannsóknir á þeim paralellt við rannsóknarstofu spítalans. Síðara hluta námið fer þannig allt fram í kúrsusum með ofangreindum hætti, og er tekið próf í lok hvers kúrsus nema þess medicinska, enda er medicinan alltaf tekin prófa síðust og þá að undangengnum 2gja mánaða praktískum kúrsus. Þannig eru teknir 6 mán. á kir- urgiskri deild, 4 mán. á obste- triskri & gynecologiskri deild, þar sem fyrri 2 mán. eru passívir, en síðari 2 mán. activir, og standa þá stúdentarnir við allan daginn og taka á móti börnum, þ. e. a. s. í öllum þeim tilfellum, sem eru ó- compliceruð, 2 mán. á augnsjúk- dómadeild, 2 mán. á háls- nef- og eyrnadeild, 2 mán. á húð- og kyn- sjúkdómadeild og 1 mán. sem að- stoðarmenn á slíkri, 1 mán. sem aðstoðarmenn á farsóttadeild, 2 mán. á röntgendeild, 2 mán. á psykiatriskri deild, 2 mán. á neuro- logiskri deild og 3 mán. á pedia- triskri deild. Sá tími, sem umfram er, er not- aður á ýmsan hátt: nokkur tími í lok hvers kúrsus fer náttúrlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.