Læknaneminn - 01.02.1955, Qupperneq 36

Læknaneminn - 01.02.1955, Qupperneq 36
36 LÆKNANEMINN notaður til biokemiu og fysiologi, en nú eru ekki tekin nein próf um misseraskiptin og allt síðara misserið fer í þessi tvö fög; fyrir- lestrar á morgnanna, en eftir há- degið laboratoriumvinna og demon- strationir ammanuensanna. Þess- um fögum er líka skipt í smákafla og smápróf tekin viku hverja; að vori er svo tekið lokapróf hjá við- komandi prófessorum. Síðasta árið í fyrri hluta er svo farið í farmakologi og pathologi og er eins og fyrr; fyrirlestrar flutt- ir af prófessorum, en rannsóknir í báðum greinum, pathologiskar krufningar, farmakologiskar ana- lysur o. þ. h., fara fram undir stjórn ammanuensanna. Líkt og áður eru tekin smápróf og loka- próf um vorið, og er þar með lok- ið fyrri hluta.“ „Þetta er auðheyranlega fyrir- myndar tilhögun; hverja álítur þú aðalkosti þess?“ „Það er aðallega það, að hverja viku lærir maður ákveðið efni og finnur því betur, hvað miðar, auk þess, sem þetta fyrirkomulag kem- ur að talsverðu leyti í veg fyrir prófhræðslu og þá undirrót henn- ar, að farið sé í próf illa undir- búinn. Einnig það, að einungis er kennt eitt eða tvö fög í einu, veld- ur því, að betur er vakað við og áhuginn meiri en, þegar farið er í mörg samtímis." „Hvað er að segja um námið í síðari hlutanum?" Það þekki ég ekki af eigin reynd nema að litlu leyti. í upphafi 1. árs í síðari hluta er kliniskt undir- búningsnámskeið, s. k. propedeut- iskur kúrsus, en á honum er kennd klinisk skoðun sjúklinga, rann- sóknarstofutækni, almenn hjúkr- un, þ. e. að búa um rúm, hvernig taka skuli ýmist materiale til rann- sóknar, saur, hráka, magainni- hald o. þ. h., meðferð heltzu klin- iskra tækja, svo sem electrocardio- grafs, electroencephalografs o. fl. Þessi kúrsus tekur 2 mán. Því næst er 6 mán. kúrsus á medi- cinskri deild. Fyrirlestrar eru flutt- ir af prófessorum á morgnanna, að þeim loknum starfar stúdent- inn á s. k. polyklinik, en þangað koma sjúklingar til skoðunar, ým- ist sendir af læknum eða sj., sem legið hafa á sjúkrahúsinu og koma til eftirlits. Að þessu loknu byrjar svo starfið á deildinni; hver stú- dent hefur undir höndum 4—6 sjúkrarúm og þá sjúkl., sem 1 þeim liggja, hugsar hann algerlega um tekur journala, fylgist með þeirri meðferð, sem þeir fá, og gerir rannsóknir á þeim paralellt við rannsóknarstofu spítalans. Síðara hluta námið fer þannig allt fram í kúrsusum með ofangreindum hætti, og er tekið próf í lok hvers kúrsus nema þess medicinska, enda er medicinan alltaf tekin prófa síðust og þá að undangengnum 2gja mánaða praktískum kúrsus. Þannig eru teknir 6 mán. á kir- urgiskri deild, 4 mán. á obste- triskri & gynecologiskri deild, þar sem fyrri 2 mán. eru passívir, en síðari 2 mán. activir, og standa þá stúdentarnir við allan daginn og taka á móti börnum, þ. e. a. s. í öllum þeim tilfellum, sem eru ó- compliceruð, 2 mán. á augnsjúk- dómadeild, 2 mán. á háls- nef- og eyrnadeild, 2 mán. á húð- og kyn- sjúkdómadeild og 1 mán. sem að- stoðarmenn á slíkri, 1 mán. sem aðstoðarmenn á farsóttadeild, 2 mán. á röntgendeild, 2 mán. á psykiatriskri deild, 2 mán. á neuro- logiskri deild og 3 mán. á pedia- triskri deild. Sá tími, sem umfram er, er not- aður á ýmsan hátt: nokkur tími í lok hvers kúrsus fer náttúrlega

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.