Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 20

Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 20
20 LÆKNANEMINN á þeim. Helztu orsakir oliguri og anuri eru: a) Dehydratio, plasma- og vatnstap. b) Shock af ýmsum orsökum. c) Transfusions reac- tionir. d) Ýmsar eitranir, t. d. af völdum sublimats, blýs, sulfalyfja, tetraklórkolefnis og klóróforms. e) Glomerulonephritis acuta. f) Aðrar acut nýrnaskemmdir eins og pyelonephritis acuta, periarteri- tis nodosa og occlusio á aa. og vv. renales. g) Vöntun eða tap á öll- um starfandi nýrnavef, eins og t. d. við congenit cystunýru á loka- stigi og við aðra chron. nýrna- sjúkdóma á lokastigi. h) Anuria reflectorica, t. d. vegna steins eða trauma. i) Obstructio í afrás þvagsins. j) Hjartabilun og neph- rosis með hraðfara bjúgmyndun. —5) Af öðrum truflunum á þvag- myndun mætti nefna albuminuria, en að henni er nánar vikið hér framar. — 6) Hæmaturia er líka algeng truflun, og skulu nú taldar hinar algengustu orsak- ir hennar: Bráðar bólgur, eins og nephritis acuta, pyelonephritis acuta og „acut fasi“ í nephritis chronica. Einnig tumorar, steinar og tbc., ýmsar eitranir, endocardit- is bacterialis, congestio renis við hjartabilun. Ennfremur mætti nefna mikið erfiði, kulda og vos- búð, tetanus-antitoxingjöf, pro- trombinskort og trauma. Einnig getur hæmaturi stafað af sjúkdóm- um annarsstaðar í þvagvegum og um 2% er af ókunnum orsök- um. Ýmsar fleiri truflanir á þvag- mundun mætti nefna, en of langt mál yrði að ræða um þær, og verð- ur því hér látið staðar numið. Rannsóknir á starfi nýrnanna. Ef minnsti grunur er um nýma- sjúkdóm, ætti alltaf að rannsaka þvagið, því að það endurspeglar starf nýrnanna. Fyrstu þvagrann- sóknir eru venjulega fólgnar í leit að albumini, greftri, sykri og blóði, enda er albumin í þvagi mjög oft fyrsta einkenni um truflun á starfi nýrnanna. Rannsaka þarf líka þvagmagn og eðlisþygnd þvags, pH-gildi þvags, þynningar- og con- centrationshæfileika nýrnanna, blóðurea, og stundum natrium, kalium, calcium, klóríð, bicar- bonat og protein í serum. Rönt- genmyndataka, bæði yfirlitsmynd- ir af nýrum og intravenös og retro- grad pyelografi, eru mjög mikil- vægir liðir í rannsóknum á nýrum og starfi þeirra. Þá má nefna smá- sjárrannsókn á þvagi og ræktun á ýmsum bakteríum úr þvagi, sér- staklega berklasýklum. Hin ýmsu clearance-próf eru lít- ið notuð hér, enda gefa þau sjaldn- ast miklar upplýsingar. Til þess að eitthvað sé að marka slík próf, verður conc. efnanna í blóði að vera constant, en það er erfiðast við þessi próf. Urea-clearance er sennilega helzt notaður. Fleiri próf mætti nefna, eins og t. d. McLeans-próf: Þá er sj. gefið á fastandi maga 15 g af urea í 100 g af vatni, og tæmir sj. blöðr- una um leið. Síðan kastar sj. af sér þvagi eftir 1 klst., og er því hent. Að einni klst. liðinni þar frá, kastar sj. enn af sér þvagi og á urea-conc. þess að vera 2% eða meira, ef nýrun starfa eðlilega. Ekki er rétt að gera þetta próf, ef sj. hefur verulega hækkað blóð- urea.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.