Læknaneminn - 01.02.1955, Qupperneq 20

Læknaneminn - 01.02.1955, Qupperneq 20
20 LÆKNANEMINN á þeim. Helztu orsakir oliguri og anuri eru: a) Dehydratio, plasma- og vatnstap. b) Shock af ýmsum orsökum. c) Transfusions reac- tionir. d) Ýmsar eitranir, t. d. af völdum sublimats, blýs, sulfalyfja, tetraklórkolefnis og klóróforms. e) Glomerulonephritis acuta. f) Aðrar acut nýrnaskemmdir eins og pyelonephritis acuta, periarteri- tis nodosa og occlusio á aa. og vv. renales. g) Vöntun eða tap á öll- um starfandi nýrnavef, eins og t. d. við congenit cystunýru á loka- stigi og við aðra chron. nýrna- sjúkdóma á lokastigi. h) Anuria reflectorica, t. d. vegna steins eða trauma. i) Obstructio í afrás þvagsins. j) Hjartabilun og neph- rosis með hraðfara bjúgmyndun. —5) Af öðrum truflunum á þvag- myndun mætti nefna albuminuria, en að henni er nánar vikið hér framar. — 6) Hæmaturia er líka algeng truflun, og skulu nú taldar hinar algengustu orsak- ir hennar: Bráðar bólgur, eins og nephritis acuta, pyelonephritis acuta og „acut fasi“ í nephritis chronica. Einnig tumorar, steinar og tbc., ýmsar eitranir, endocardit- is bacterialis, congestio renis við hjartabilun. Ennfremur mætti nefna mikið erfiði, kulda og vos- búð, tetanus-antitoxingjöf, pro- trombinskort og trauma. Einnig getur hæmaturi stafað af sjúkdóm- um annarsstaðar í þvagvegum og um 2% er af ókunnum orsök- um. Ýmsar fleiri truflanir á þvag- mundun mætti nefna, en of langt mál yrði að ræða um þær, og verð- ur því hér látið staðar numið. Rannsóknir á starfi nýrnanna. Ef minnsti grunur er um nýma- sjúkdóm, ætti alltaf að rannsaka þvagið, því að það endurspeglar starf nýrnanna. Fyrstu þvagrann- sóknir eru venjulega fólgnar í leit að albumini, greftri, sykri og blóði, enda er albumin í þvagi mjög oft fyrsta einkenni um truflun á starfi nýrnanna. Rannsaka þarf líka þvagmagn og eðlisþygnd þvags, pH-gildi þvags, þynningar- og con- centrationshæfileika nýrnanna, blóðurea, og stundum natrium, kalium, calcium, klóríð, bicar- bonat og protein í serum. Rönt- genmyndataka, bæði yfirlitsmynd- ir af nýrum og intravenös og retro- grad pyelografi, eru mjög mikil- vægir liðir í rannsóknum á nýrum og starfi þeirra. Þá má nefna smá- sjárrannsókn á þvagi og ræktun á ýmsum bakteríum úr þvagi, sér- staklega berklasýklum. Hin ýmsu clearance-próf eru lít- ið notuð hér, enda gefa þau sjaldn- ast miklar upplýsingar. Til þess að eitthvað sé að marka slík próf, verður conc. efnanna í blóði að vera constant, en það er erfiðast við þessi próf. Urea-clearance er sennilega helzt notaður. Fleiri próf mætti nefna, eins og t. d. McLeans-próf: Þá er sj. gefið á fastandi maga 15 g af urea í 100 g af vatni, og tæmir sj. blöðr- una um leið. Síðan kastar sj. af sér þvagi eftir 1 klst., og er því hent. Að einni klst. liðinni þar frá, kastar sj. enn af sér þvagi og á urea-conc. þess að vera 2% eða meira, ef nýrun starfa eðlilega. Ekki er rétt að gera þetta próf, ef sj. hefur verulega hækkað blóð- urea.

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.