Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 6

Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 6
LÆKNANEMINN 6' Landsspítalans verði einhvern tíma tekin í notkun. Verður þá ákjós- anlegt tækifæri til að taka allt námsfyrirkomulagið við lækna- deildina til mjög rækilegrar end- urskoðunar, frá fyrsta ári og til hins síðasta. En jafnvel án við- byggingar ætti að vera hægt að bæta úr einhverju. SAMSTARF VIÐ FÉLÖG LÆKNA. Væri hugsanlegt, að nánari samvinna Félags læknanema við Læknafélag Reykjavíkur og Læknafélags íslands gæti kom- ið til greina Enda þótt mjög margir af okkar eldri bræðrum hafi verið í Félagi læknanema á sínum tíma, hefur lítið eða ekkert samband verið af okkar hálfu við félög þeirra. Hins vegar hefur fé- lag okkar að sjálfsögðu notið vel- vildar og stuðnings margra ein- stakra lækna, og erum við þeim þakklátir fyrir það. Seinast á fyrra ári er skýrt í J.A.M.A. frá starfsemi Lækna- nemasambands Bandaríkjanna, sem stofnað var fyrir nokkrum ár- um fyrir tilstuðlan og með stuðn- ingi Bandaríska læknafélagsins. Eru í því sambandi læknanema- félög flestra háskóla þar vestra. Veitti læknafélagið þessum félags- skap væntanlegra kollegaf járhags- legan stuðning, veitti þeim afnot að kostnaðarlausu af skrifstofum sínum og styrkti útgáfu tímarits þeirra. Hin einstöku háskólafélög njóta á hinn bóginn svipaðs stuðn- ings læknafélaganna á staðnum. Þegar rætt er um samvinnu þessa, ber fyrst og fremst að gæta tvenns. 1 fyrsta lagi: Er hægt að brúa bil það, sem jafnan hlýtur að vera milli lækna og læknanema? Á meginlandi Evrópu væri það sennilega óhugsandi. Þar er stétta- skiptingin í miklu fastari skorð- um og afstaða lækna almennt til læknanema sennilega sú sama og ofursta til hermanns. Hins vegar erum við á vesturhelmingi hnatt- arins og viðskipti manna hér yfir- leitt með allmiklu demokratiskari blæ. Er því hiklaust hægt að svara spurningunni játandi. I öðru lagi má búast við því, að samvinna milli félaga lækna og læknanema mundi vera að miklu leyti á einn veg, þ.e.a.s., að þeir fyrrnefndu styddu þá síðarnefndu. Við mund- um sennilega ekki geta veitt mikið á móti, þar sem okkur skortir enn þá reynslu, þekkingu, þroska og fjárhagslega getu, sem læknar hafa til að bera. Þegar við förum fram á samvinnu, skírskotum við því til hlýrra tilfinninga lækna í garð háskóla, liðinna námsára og gamals félags síns, og okkar sem væntanlegra stéttarbræðra. 1 hverju gæti samvinnan verið fólgin ? Fyrst og fremst auðvitað í því, að áfram verði haldið á sömu braut og er, að læknar flytji fyrir okkur erindi og riti greinar í LÆKNANEMANN. E. t. v. mætti leyfa eldri stúdentum að sækja fundi Læknafélags Reykjavíkur. Stinga mætti einnig upp á því, að læknar leyfðu stúdentum að fara með sér í sjúkravitjanir og kenndu þeim. Óformlegar samkomur lækna og læknanema gætu einnig verið lærdómsríkar. Ef læknar sæju sér fært að styrkja blaðaútgáfu Félags læknanema á svipaðan hátt og lög- fræðingar styrkja útkomu Úlfljóts, sem Orator gefur út, mundi það einnig verða til að tengja yngri og eldri fastari böndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.