Læknaneminn - 01.02.1955, Síða 24

Læknaneminn - 01.02.1955, Síða 24
LÆKNANEMINN H Þorkell Jóhannesson, stud. med.: Um læknanám í Oanmörku o. Að beiðni ritstj. hef ég ráðizt í að setja þessi brot saman, er hér fylgja. Það er nú einu sinni svo, að fáir eru útvaldir, en margir kall- aðir, og hefur mér aldrei komið í hug, að ég heyrði hinum fyrri til. Vegna þessa, og svo hins — að ég hef skamma stund verið í land- inu og kem inn í námið hér í miðj- um kliðum og þekki lítt til kennsl- unnar í Kaupmannahöfn — bið ég ykkur að virða viljann fyrir verkið. Sem stendur tekur læknanám í Danmörku að jafnaði 15 misseri. Venjulegast fara 7 á 1. hluta, en 8 á 2. hluta, sem skipt er í tvennt, a og b. Fyrir skömmu er komin úr deiglunni ný skipun. Eru þar allmiklar breytingar gerðar og ætl- azt til að ljúka megi námi á 14 misserum. Kom þessi reglugerð fyrst til framkvæmda í haust, en snertir ekki hina eldri árganga í deildinni. í efnafræði er aðallega stuðzt við Biiiman, enda er Hakon Lund, sem endurbætt hefur bækurnar, prófessor í Árósum. Mér skilst, að æfingar þeirra í efnagreiningu séu ekki öllu meiri en heima. Hins vegar eru kvantita- tivar analysur mun umfangsmeiri. Svo var kennd eðlisfræði eftir ein- hverjum ógnar doðrant, sem ég af góðum og gildum ástæðum hef forðazt að opna. Þar að auk koma verklegar æfingar og sérstakt námskeið ætlað fákunnandi mála- deildarstúdentum, og hefur því sumum þeirra ekki veitt af einu semestri meira undir 1. hluta en stærðfræðideildarmönnum. Þeir fá aftur á móti 50 tíma í latínu, og gæti ég þá trúað, að sumir þeirra reru í sama báti og sá, sem eitt sinn kom upp hjá Steffensen og fékk að vita, að höfuð héti caput á því gullna máli. Anatomiukennslu hefur á hendi Lárus Einarsson, prófessor. Er hann dýrkaður af ölium læknastú- dentum og gersamlega hafinn yfir alia krítik. Hann er einn allra pró- fessora við deiidina nefndur for- nafni. Hefur mér dottið í hug, að þetta sé virðing, eitthvað í átt við það að mega kallazt fornafni, þeg- ar drottningin í Englandi hefur slegið mann til riddara. Hans sérgrein er anatomia heil- ans og taugafysiologia, og kvað kennslan bera merki þess. Honum til aðstoðar á institutinu eru einir 3 lektorar, sem halda fyrirlestra um embryologiu, topografiu og histologiu, sem ekki er smá í smíð- um. Er mér sagt, að þar fljóti með töluvert af heilapreparötum. Á þessu semestri flytur einn lektor- anna fyrirlestra um lokomotorap- paratus líkamans, en þar er brúk- uð bók eftir danskan mann. Við kennsluna í centraltaugakerfinu er mest stuðzt við Ransom, en ann- ars er Cunningham meira notaður en Gray. Auk þessa Corning og Spalteholz (þýzk útg.). Sérbækur í embryologiu og histologiu, sem ég kann ekki að nefna. Oft vill bregða við, að skortur verði á líkum til krufninga. Hafa

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.