Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 24

Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 24
LÆKNANEMINN H Þorkell Jóhannesson, stud. med.: Um læknanám í Oanmörku o. Að beiðni ritstj. hef ég ráðizt í að setja þessi brot saman, er hér fylgja. Það er nú einu sinni svo, að fáir eru útvaldir, en margir kall- aðir, og hefur mér aldrei komið í hug, að ég heyrði hinum fyrri til. Vegna þessa, og svo hins — að ég hef skamma stund verið í land- inu og kem inn í námið hér í miðj- um kliðum og þekki lítt til kennsl- unnar í Kaupmannahöfn — bið ég ykkur að virða viljann fyrir verkið. Sem stendur tekur læknanám í Danmörku að jafnaði 15 misseri. Venjulegast fara 7 á 1. hluta, en 8 á 2. hluta, sem skipt er í tvennt, a og b. Fyrir skömmu er komin úr deiglunni ný skipun. Eru þar allmiklar breytingar gerðar og ætl- azt til að ljúka megi námi á 14 misserum. Kom þessi reglugerð fyrst til framkvæmda í haust, en snertir ekki hina eldri árganga í deildinni. í efnafræði er aðallega stuðzt við Biiiman, enda er Hakon Lund, sem endurbætt hefur bækurnar, prófessor í Árósum. Mér skilst, að æfingar þeirra í efnagreiningu séu ekki öllu meiri en heima. Hins vegar eru kvantita- tivar analysur mun umfangsmeiri. Svo var kennd eðlisfræði eftir ein- hverjum ógnar doðrant, sem ég af góðum og gildum ástæðum hef forðazt að opna. Þar að auk koma verklegar æfingar og sérstakt námskeið ætlað fákunnandi mála- deildarstúdentum, og hefur því sumum þeirra ekki veitt af einu semestri meira undir 1. hluta en stærðfræðideildarmönnum. Þeir fá aftur á móti 50 tíma í latínu, og gæti ég þá trúað, að sumir þeirra reru í sama báti og sá, sem eitt sinn kom upp hjá Steffensen og fékk að vita, að höfuð héti caput á því gullna máli. Anatomiukennslu hefur á hendi Lárus Einarsson, prófessor. Er hann dýrkaður af ölium læknastú- dentum og gersamlega hafinn yfir alia krítik. Hann er einn allra pró- fessora við deiidina nefndur for- nafni. Hefur mér dottið í hug, að þetta sé virðing, eitthvað í átt við það að mega kallazt fornafni, þeg- ar drottningin í Englandi hefur slegið mann til riddara. Hans sérgrein er anatomia heil- ans og taugafysiologia, og kvað kennslan bera merki þess. Honum til aðstoðar á institutinu eru einir 3 lektorar, sem halda fyrirlestra um embryologiu, topografiu og histologiu, sem ekki er smá í smíð- um. Er mér sagt, að þar fljóti með töluvert af heilapreparötum. Á þessu semestri flytur einn lektor- anna fyrirlestra um lokomotorap- paratus líkamans, en þar er brúk- uð bók eftir danskan mann. Við kennsluna í centraltaugakerfinu er mest stuðzt við Ransom, en ann- ars er Cunningham meira notaður en Gray. Auk þessa Corning og Spalteholz (þýzk útg.). Sérbækur í embryologiu og histologiu, sem ég kann ekki að nefna. Oft vill bregða við, að skortur verði á líkum til krufninga. Hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.