Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 42

Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 42
1,2 LÆKNANEMINN tíR ERLENDUM LÆKNARITUM: *) CHLORPROMAZINE HYDROCHLORID (LARGACTIL) Résumé. Lýst er byggingu, verkun og notkun lyfs: chlorpromazine hydrochlorid, af alveg nýjum floklci, þ. e. phenothiazin- derivötum, sem hafa mjög margvísleg áhrif, einkum á neurovegetativar funk- tionir, og þó mörg enn ókunn og óskýrð. Þar sem svo virðist, sem hægt sé að breyta áhrifunum með einföldum substitutionum til þess að láta eina verkun yfirvega aðra, er óhætt að gera ráð fyrir, að ýmislegt fleira muni heyr- ast um þennan efnaflokk í framtíðinni. Uppruni. Meðal margvíslegra ganglioplegiskra efna, sem komið hafa fram síðastl. ára- tug, er flokkur synthetiskra efna, sem leidd eru af phenothiazini. Þekktast þeirra er chlorpromazine hydrochlorid eða 3-chloro-10 (3'-dimethylaminopro- pyl)-pheno'thiazin hydrochlorid, sem kom fyrst fram í Frakklandi undir heit- inu 4560 R.P., en er nú þekktast undir nafninu Largactil. (I U.S.A. Thorazine.) Rannsóknir ýmissa Frakka, þeirra á meðal Láborit, á eðli reaktiona líkam- ans við utanaðkomandi áhrifum leiddu til uppgötvunar og notkunar þessara efna á fjölmörgum sviðum. Theoriur um viðhrögð. Kenningar Laborit og rök hans fyrir notkun þessara efna eru grundvallað- ar á kenningum Reilly (irritationssyn- drom) og Cannon (emergency-reaction), svo og að nokkru á kenningum Selye (adaptionssyndrom), og skal hér gerð grein fyrir niðurstöðum i stu'ttu máli. Dýr með kalt blóð og dýr, sem liggja i dvala, adaptera sitt innra milieu að hinu ytra, og fórna þannig sjálfstæði sínu um leið. Þroskaðri dýr bregðast við því með að accomodera sitt innra milieu að kröfum hins ytra, til þess að varðveita homeostasis í líkamanum. Til þess hefur líkaminn yfir ýmsum *) Tekið saraan sem æfingarritgerð. mekanismum að ráða, en þekktast er neuroendocrina kerfið. Viðbrögð líkamans við árás (trauma, infection, geðshræring etc.) eru fólgin í neurovegetativum fasa (vasoconstric- tion (sympathoadrenerg fasi), síðan vasodilatation). Áhrif sympathoadrenerg reaktionar koma ekki aðeins fram á circulationinni, heldur einnig á líkams- hita, blóðmagni, electrolytajafnvægi, meltingarfærum, nýrum og lifur. Hins vegar leiða þessi viðbrögð ekki aftur til jafnvægis, heldur sveiflast ,,pendúllinn“, ef svo má að orði komast, nú til öfugrar handar (t. d. hyperglycemi slær yfir í hypoglycemi, vasoconstriction í vaso- dilatation). En jafnframt neurovegetativa fasan- um, er hleypt af stað neuroendocrina fasanum,. Eftir nokkurn tíma slær þetta ástand svo yfir í vagotonískan fasa með lágum blóðþrýstingi, bradycardi, diarrhe etc. Þessi viðbrögð líkamans, neurogen, endocrin etc., geta skotið það hátt yfir markið, að blóðrásin, sem þá oft er skemmd af toxískum áhrifum, kollaber- ar. (Jafnvægi í blóðrásinni byggist á: 1. blóðmagninu, 2. perifer mótstöðu og 3. afköstum hjartans), og getur ekki lengur séð líkamsfrumunum fyrir nauð- synlegum efnum til metabolisma sins, —• afleiðingin verður anoxia. Anoxia veldur aftur því, að frumurnar auka efnaskipti sín mjög, og þá á anerob- um basis, sem leiðir á stuttum tíma til dauða. Shock definerar Laborit því sem: ,,.... getuleysi likamans til að leita aftur innra jafnvægis, eftir að hann hefur orðið fyrir árás.“ Þar sem adrenalinreaktionin er þá ekki lengur fær um að stuðla að jafnvægi aftur (innan ramma hæfilegra „pendúl- sveiflna"), stuðlar hún aðeins að því að viðhalda jafnvægisleysinu. Talið er nú, að ekki sé hægt að koma í veg fyrir reaktionir þessar, nema með „plurifocal" blokkeringu á centripetal og centrifugal boðum innan taugakerf- isins, einkum þó vegetativa taugakerf- isins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.