Læknaneminn


Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 47

Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 47
LÆKN ANEMINN fram yfir hádegi, hlýddum við á fyrirlestra eða vorum við ýmsar æfingar, einnig vorum við oft yfir- heyrðir. í einum fyrsta kennslu- tímanum í lyf jafræði hjá prófessor Johs. Bock, kallaði hann mig upp og bað mig að skrifa sefandi lyf til sjúklings, sem væri þjáður og órólegur; það mátti gjarnan vera morfín í því og önnur sefandi efni. Ég var þá ekki beysinn í hástig- um lyfjaskammtanna og heldur hikandi, en gekk þó upp að töfl- unni og skrifaði upp lyf, sem ég hugði mundu duga. Bock starði lengi á töfluna, kinkaði kolli, brosti og sagði svo: ,,Já, sjúklingurinn verður áreið- anlega rólegur eftir þetta meðal; hann þarf nefnilega ekki fleiri lyf- in, því að þetta lyf gæti svipt hann fimmtíu lífum, ef því væri að skipta!11 . . . Um miðjan desember [1907] . . . bauðst mér . . . staða á amts- sjúkrahúsinu í Hróarskeldu, og var ég þar í sex vikur . . . Sjúkrahús þetta var gamalt og niðurnítt, og yfirlæknirinn var gamall karl, sem oft varð að liggja í rúminu sökum lasleika og elli. Ég, stúdentinn, var eini læknirinn á sjúkrahúsinu, settur yfir meira en hundrað sjúklinga. Allt var gamaldags og úrelt, og hollustu- ráðstafanir fáar og fá lækninga- tæki. Sjálfur hafði ég lítið her- bergi uppi á hanabjálkalofti og bak við svolitla gluggalausa kytru, sem átti að vera eins kon- ar svefnherbergi. Ég borðaði með hjúkrunarkonunum, en allt var heldur af skornum skammti. Þannig átti ég einn að fá ein- hvern heitan rétt, kvölds og morgna, en þær aðeins smurt brauð. Auðvitað skiptum við því litla, sem kom á borðið, á milli okkar. Yfirlæknirinn, Schiötz, var enginn nýtízku læknir, reyndar þvoði hann sér vandlega fyrir hol- skurði, en gætti þess ekki á eftir að halda höndunum hreinum, og þegar hann kom að skurðarborð- inu, tók hann ábreiðuna alltaf sjálfur af sjúklingnum og fór að klóra sér í höfðinu eða snýta sér! Aðgerðir hans heppnuðust þó furðu vel, og sjaldan kom bólga í sárin. I fyrri hluta prófsins var ég uppi í lífeðlisfræði hjá gamla dr. Bohr prófessor, föður hins heims- fræga Niels Bohr. Bohr var frem- ur heilsuveill og sí og æ í illu skapi, ef eitthvað var að veðri. Ég var svo heppinn, að það var glaðasól- skin og hiti, þegar ég gekk upp hjá honum, en fékk erfið verkefni, átti að teikna geislabrot í augum og gleraugum. Þegar Bohr sá, að mér gekk ekki sem bezt teiking- in, sagði hann: „Þér sjáið ekki almennilega til, það fellur betri birta á blaðið mitt hérna megin við borðið; setjið yð- ur hérna hjá mér, og svo skal ég byrja teikninguna fyrir yður.“ Hann fór að teikna af kappi og spurði mig við og við, hvort ekki væri rétt að farið. „Jú, jú, alveg hárrétt," sagði ég og bætti svo við nokkrum strik- um hér og hvar. Annar prófdómarinn, „fallegi" Daniel Jacobsen, brosti í kampinn, strauk sitt síða skegg og kinkaði kolli. Ég hlaut einkunnina ágætt og á ég það að þakka góða veðrinu og sólskinsskapi því, sem Bohr var í af þess völdum. Á námsárunum bjó ég . . . [í nokkur ár] ásamt nokkrum fleiri stúdentum hjá konu einni, frú La- gerthu Kock. Hún barðist í bökk- um efnahagslega, hafði tvö lítil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.