Læknaneminn


Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 12

Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 12
12 LÆKNANEMINN flestar aðrar þjóðir, af hvaða fólki við erum komnir, um hugsanlega blóðblöndun, um lifnaðarháttu og yfirleitt, hvernig okkur hefur vegn- að í landinu gegnum aldirnar. Að- alannmarkinn á efniviðnum er, hve skammt er síðan við urðum þjóð eða tímalengd, sem, reiknuð í kyn- slóðum, vart samsvarar fleirum en rúmlega 30. Hann er því ekki lík- legur til að gefa neinar beinar upplýsingar um uppruna manns- ins, en aftur á móti getur efnivið- urinn veitt mikilvæga vitneskju um áhrif ytri aðstæðna á manninn. „Hafa margir beinafundir verið gerðir?" „íslenzku beinafundirnir eru nú orðnir æði margir, þó enn sé fleiri þörf til þess að tryggja ör- yggi niðurstaðanna. Þá helztu þeirra má flokka í fjóra vel tíma- færða hópa, þ. e. bein úr heiðni (874—1000), bein Þjórsdæla (1000 —1100), bein úr Haff jarðarey (—1562), og svo nú beinafundinn í grunni Brynjólfskirkju í Skál- holti, sem er frá 17. til 18. öld. Beinin í grunni miðaldakirkjunn- ar í Skálholti voru hins vegar flest svo illa farin, að þeirra eru lítil not, og eru þá undanskilin bein Páls biskups, sem ásamt beinum annarra þekktra manna í Skál- holti veita mikilvægan stuðning við ákvörðun dánaraldurs þeirra ó- þekktu." „Hvernig fara slíkar rannsókn- ir fram?“ „Það yrði of langt mál að skýra frá því, hvernig beinarannsóknirn- ar fara fram í einstökum atriðum, enda líka mjög breytilegt, eftir því, hvaða spurningum menn æskja að láta beinin svara. En í stórum drátturn eru algengustu rannsókn- ir tvíþættar; fyrst almenn skoðun á útliti beinanna, ásigkomulag kasta, sauma og tanna, lag grind- ar, þykkt beina o. s. frv. Þessi at- hugun stefnir að því að ákveða kyn og aldur þess, er beinin bar. í öðru lagi eru svo mælingar á bein- unum og síðan ákvörðun á hlut- föllum milli hinna ýmsu mála og útreikninga á meðaltölum, kenni- frávikum o. s. frv. Það skal tekið fram, að öll þessi mál, jafnt á lif- endum sem beinum, og vísitölur útreiknaðar af málunum, eru að- eins útlitseinkenni. Um ekkert þeirra er vitað, að hve miklu leyti þau erfast. Þetta er skiljanlega mikill galli á gjöf Njarðar, og hvet- ur til meiri varkárni við mat á beinamælingum í sambandi við skyldleika þjóða og uppruna manna, en oft og tíðum hefur ver- ið gætt meðal mannfræðinga. Að- eins arfgengir eiginleikar hafa gildi í þessu sambandi. Hér er fólgið það höfuðverkefni, sem þarf að leysa, ef beinamælingar eiga að hafa framtíð fyrir sér við mat á skyldleika og uppruna manna, sem sé að greiða úr því, hve mikill hluti einhvers máls eða vísitölu sé vegna ytri árhifa, og hve mikill hluti erfðir. Það er ein- mitt á þessu sviði, sem íslenzki efnviðurinn hefur sína yfirburði, en það verður þó fyrst og fremst verkefni erfðafræðinga, sem fást við dýratilraunir, að greiða úr flækju erfðafræði formsins og stærðarinnar.” „Gætuð þér ekki sagt okkur eitthvað um niðurstöður beina- rannsóknanna ?“ „Niðurstöðum mínum af beina- rannsóknunum er ekki unnt að gera grein fyrir í stuttu máli, svo skiljanlegt verði, og verð ég um það að vísa til greina, er ég hef ritað um þær rannsóknir (Samtíð og Saga, 2, 3 og 5, Læknablaðið 34, 127, Journal of the Royal An- thropological Institute 83, 86).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.