Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 29
LÆKNI BER AÐ GÆTA fyllstu þagmœlsku um allt, er sjúklingur
trúir honum fyrir, eða honum verður kunnugt vegna slíks trún-
aðar.
LÆKNI BER I VIÐLÖGUM að inna af hendi nauðsynlega læknis-
hjálp, nema hann sé fullvís þess, að hún verði látin í té af öðrum.
SKYLDUR LÆKNA HVERS VIÐ ANNAN.
LÆKNI BER AÐ BREYTA við stéttarbræður sína, svo sem hann kýs,
að þeir breyti við hann.
LÆKNIR MÁ EKKI lokka til sín sjúklinga frá stéttarbræðrum sínum.
LÆKNI BER AÐ HALDA skilorð Genfarheits lœkna, sem samþykkt
hefur verið af Alþjóðafélagi lœkna.
Genfarheit lœkna
Samþykkt á allsherjarþingi Alþjóðafélags lækna
í Genf í september 1948.
NÚ, ER ÉG SEGIST 1 LÖG LÆKNA, FESTI ÉG SVOFELLT HEIT:
ÉG SKULDBIND MIG hátíðlega til að helga líf mitt þjónustu við
mannkynið.
ÉG HEITI ÞVl AÐ AUÐSÝNA kennurum mtnum tilhlýðilega virðingu
og verðskuldað þakklæti.
ÉG IIEITI ÞVÍ AÐ STUNDA lœkningar af samvizkusemi og gæta
læknisvirðingar minnar t hvívetna.
ÉG HEITI ÞVÍ AÐ LÁTA mér um alla hluti fram hugað um heilsu
sjúklings míns.
ÉG HEITI ÞVl AÐ GEYMA þau leyndarmál, sem menn eiga undir
trúnaði mínum.
ÉG HEITI ÞVl AÐ GERA mér fyllsta far um að gæta heiðurs og
göfugra erfða læknastéttarinnar.
ÉG HEITl ÞVl AÐ RÆKJA stéttarbrœður mína sem brœður mina.
ÉG HEITI ÞVl AÐ LÁTA EKKI trúarbrögð, þjóðerni, kynflokk,
stjórnmálaskoðun né þjóðfélagsstöðu hagga þvt, hversu ég rœki
skyldur mínar við sjúkling minn.
ÉG HEITI ÞVÍ AÐ VIRÐA mannslif öllu framar, allt frá getnaði
þess, enda láta ekki kúgast til að beita læknisþekkingu minni
gegn hugsjón mannúðar og mannhelgi.
ÞETTA HEIT FESTI ÉG hátíölega, frjáls og af fúsum vilja, og legg
við mannorð mitt og drengskap.