Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 31
LÆKNANEMINN
31
ákvörðun er tekin um, hvort hægt
sé að senda þá heim eða, hvort
þeir þarfnist sjúkrahúsvistar.
Starfsemi þessi hefur hingað til
farið fram á handlæknisdeild Land-
spítalans og mikið af slysaað-
gerðum komið í hlut kandídata
og stúdenta; munu þeir eðlilega
fara mikiis á mis, þegar þessi
starfsemi flyzt algerlega þaðan, ef
þeir í framtíðinni dvelja ekki hluta
námstíma síns þar. En það mál-
efni er enn í gerð. Á 2. hæð verð-
ur, eins og áður er sagt, berkla-
verndin. Verður sá hluti mjög rúm-
góður og öllu haganlega fyrir kom.
ið fyrir þá umfangsmiklu og fjöl-
þættu starfsemi. 3. og 4. hæð húss-
ins eru ætlaðar til hjúkrunar
chroniskra sjúklinga; er það af illri
nauðsyn vegna sjúkrarúmaskorts,
en þarna var gert ráð fyrir tann-
læknastofum, sem annast skyldu
tannvernd barna og unglinga,
rannsóknarstofum fyrir atvinnu-
sjúkdóma, heilsuvernd íþrótta-
manna auk aðseturs borgarlæknis-
embættisins, íbúð húsvarðar o. fl.
Læknar þeir, sem hingað til hafa
veitt hinum ýmsu þáttum heilsu-
verndarinnar forstöðu, verða það
áfram, er starfsemin flyzt í híð
nýja húsnæði; þannig mun Öli
Hjaltested veita berklaverndinni
forstöðu, Pétur Jakobsson, deild-
arlæknir, hafa með höndum eftir-
lit með barnshafandi konum og
Hannes Guðmundsson stýra húð-
og kynsjúkdómavörnunum. Fleiri
læknisstöður hafa ekki verið á-
kveðnar enn þá, en þess mun
skammt að bíða, og verða þær
nýju þá auglýstar til umsóknar. —
Yfirhjúkrunarkona er Sigrún
Magnúsdóttir.
Hvað útbúnaði stöðvarinnar við-
víkur, verður ekki mikið um á-
haldakaup, þar sem hinar ýmsu
deildir eru þegar vel búnar tækj-
um til sinna þarfa, enda ekki ætl-
unin, að þarna fari fram umfangs-
miklar rannsóknir, sem hingað til
hafa verið gerðar á öðrum rann-
sóknarstofum, eins og t. d. blóð-
rannsóknir á barnshafandi konum.
Stofnunin verður rekin af bæn-
um, og mun hann bera kostnaðinn
að Ys á móti % frá hvoru um
sig, ríki og Sjúkrasamlagi Reykja-
víkur, en ríki og bær bera ein
kostnaðinn af þeim stofnunum,
sem S. R. er ekki greiðsluaðili
að, eins og t. d. húð- og kynsjúk-
dómadeildinni. — Starfsemi sú,
sem þarna verður rekin, verð-
ur öllum almenningi að kostnaðar-
lausu. Felst hún að mestu leyti í
skoðun, eftirliti, allsherjar bólu-
setningum o. þ. h., en engir sjúkl.
munu hljóta meðferð utan nýút-
skrifaðir berklasjúklingar, sem á
verða gerðar loftbrjóstaðgerðir, ef
þess verður æskt, og svo auðvitað
slysa-sjúklingar og langlegu-sjúk-
lingarnir.
Þriggja manna stjórnarnefnd
veitir stofnuninni forstöðu og sér
um rekstur hennar. Formaður
nefndarinnar er Sigurður Sigurðs-
son, yfirlæknir.
SjúkrahúsKeflavíkurlæknishéraðs.
Sjúkrahús þetta var vígt til
starfa þ. 18. nóvember síðastl. Eins
og flest sjúkrahús þessa lands, var
það nokkuð lengi í byggingu, eða
rúmlega áratug, og er kostnaður
við það nú orðinn rúmlega 2 millj-
ónir króna. Sjúkrahúsið er fremur
lítið — rúmar 25 sjúklinga — og
þykir þegar einsýnt, að þess verði
skammt að bíða, að það fullnægi
ekki þörfum héraðsins, — en það
hefur innan sinna takmarka um
7 þúsund íbúa.
Sjúkrahúsið er tveggja hæða og
360 ferm. að flatarmáli með 11