Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 8

Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 8
LÆKNANEMINN Formaður Félags lækaanema, Haraldur Guðjónsson, stud. med. FÉLAG LÆKNANEMA Ef gera á samanburð á starf- semi hinna ýmsu deildarfélaga inn- an Háskóla íslands, er sérstaða Félags læknanema greinileg. Þar á ég fyrst og fremst við þann þátt, sem félagið hefur átt í baráttu fyrir bættum kjörum stúdenta og námskandidata á sjúkrahúsunum. Það er því ekki nema eðlilegt, að félagsstarfsemin hafi í þau rúm 20 ár, síðan félagið var stofnað, að verulegu leyti mótazt af þess- um málum, enda upphaflega einn aðaltilgangurinn með stofnun þess. Nú eru námskandidatar ekki leng- ur í okkar félagsskap í sama skiln- ingi og hingað til, en ekki þar með sagt, að hagsmunamál þeirra séu okkur óviðkomandi. Það er varla hægt að segja, að mikill árangur hafi náðst varðandi bætt kjör stúdenta í kúrsusum, þar sem ómögulegt hefur reynzt að fá frarngengt þeirri lágmarks- kröfu, að þeir fengju fullt fæði á Landsspítalanum þann tíma, sem þeir eru þar, þó að margar til- raunir hafi verið gerðar til þess. Einnig hefur mikill áhugi verið fyrir því, að fyrirkomulagi kúrsus- anna yrði breytt þannig, að stú- dentarnir hefðu fyllri not af þeim, þ. e. að meira væri um beina kennslu á spítölunum. En það mun óhætt að fullyrða, að sú málaleit- an okkar hefur ekki strandað á viljaleysi prófessora né aðstoðar- lækna, heldur önnum þeirra. Gagn- ger breyting hefur þó orðið á kennslufyrirkomulagi í verklegri bakteríufræði við Rannsóknarstofu Háskólans, enda hefur starfsliði fjölgað þar að mun. Hvað viðkemur kennslufyrir- komulaginu í heild og tilhögun prófa, má svo lengi deila og sýn- ist sitt hverjum, og yrði það of langt mál að fara út í þá sálma hér, og verður því sjálfsagt seint þannig háttað, að öllum líki vel. Annar snar þáttur í starfsemi okkar hefur verið, að á félags- fundum hafa verið flutt erindi, einkum læknisfræðilegs efnis, af ýmsum okkar ágætustu læknum, félagsmönnum til fróðleiks og skemmtunar, svo og nú seinustu árin verið sýndar kennslukvik- myndir eftir því, sem tekizt hefur að útvega hverju sinni. Þar sem félagatala í deildinni hefur aukizt svo mjög síðustu árin og er nú komin hátt á þriðja hundrað, var fyrir nokkrum árum ráðizt í að gefa út blað fyrir fé- lagsmenn, til að sem flestir gætu látið í Ijós álit sitt og áhugamál á vettvangi, sem næði til þeirra allra. Hefði mátt vænta, að sízt myndi skorta efni í slíkt málgagn. En reyndin varð önnur. Aðalkvört- un allra starfandi ritnefnda hefur verið sú, að enginn fengist til að skrifa í blaðið, og tækist þeim að koma út einu til tveimur blöð- um á vetri, þyrfti að ganga á eftir mönnum til að kaupa blaðið gegn vægu gjaldi, sem nauðsynlegt er til að standa straum af kostnaði þess. Þetta er nú að vísu þriðja tölublaðið á þessum vetri, og hafa þau hingað til aldrei orðið fleiri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.