Læknaneminn - 01.02.1955, Síða 8

Læknaneminn - 01.02.1955, Síða 8
LÆKNANEMINN Formaður Félags lækaanema, Haraldur Guðjónsson, stud. med. FÉLAG LÆKNANEMA Ef gera á samanburð á starf- semi hinna ýmsu deildarfélaga inn- an Háskóla íslands, er sérstaða Félags læknanema greinileg. Þar á ég fyrst og fremst við þann þátt, sem félagið hefur átt í baráttu fyrir bættum kjörum stúdenta og námskandidata á sjúkrahúsunum. Það er því ekki nema eðlilegt, að félagsstarfsemin hafi í þau rúm 20 ár, síðan félagið var stofnað, að verulegu leyti mótazt af þess- um málum, enda upphaflega einn aðaltilgangurinn með stofnun þess. Nú eru námskandidatar ekki leng- ur í okkar félagsskap í sama skiln- ingi og hingað til, en ekki þar með sagt, að hagsmunamál þeirra séu okkur óviðkomandi. Það er varla hægt að segja, að mikill árangur hafi náðst varðandi bætt kjör stúdenta í kúrsusum, þar sem ómögulegt hefur reynzt að fá frarngengt þeirri lágmarks- kröfu, að þeir fengju fullt fæði á Landsspítalanum þann tíma, sem þeir eru þar, þó að margar til- raunir hafi verið gerðar til þess. Einnig hefur mikill áhugi verið fyrir því, að fyrirkomulagi kúrsus- anna yrði breytt þannig, að stú- dentarnir hefðu fyllri not af þeim, þ. e. að meira væri um beina kennslu á spítölunum. En það mun óhætt að fullyrða, að sú málaleit- an okkar hefur ekki strandað á viljaleysi prófessora né aðstoðar- lækna, heldur önnum þeirra. Gagn- ger breyting hefur þó orðið á kennslufyrirkomulagi í verklegri bakteríufræði við Rannsóknarstofu Háskólans, enda hefur starfsliði fjölgað þar að mun. Hvað viðkemur kennslufyrir- komulaginu í heild og tilhögun prófa, má svo lengi deila og sýn- ist sitt hverjum, og yrði það of langt mál að fara út í þá sálma hér, og verður því sjálfsagt seint þannig háttað, að öllum líki vel. Annar snar þáttur í starfsemi okkar hefur verið, að á félags- fundum hafa verið flutt erindi, einkum læknisfræðilegs efnis, af ýmsum okkar ágætustu læknum, félagsmönnum til fróðleiks og skemmtunar, svo og nú seinustu árin verið sýndar kennslukvik- myndir eftir því, sem tekizt hefur að útvega hverju sinni. Þar sem félagatala í deildinni hefur aukizt svo mjög síðustu árin og er nú komin hátt á þriðja hundrað, var fyrir nokkrum árum ráðizt í að gefa út blað fyrir fé- lagsmenn, til að sem flestir gætu látið í Ijós álit sitt og áhugamál á vettvangi, sem næði til þeirra allra. Hefði mátt vænta, að sízt myndi skorta efni í slíkt málgagn. En reyndin varð önnur. Aðalkvört- un allra starfandi ritnefnda hefur verið sú, að enginn fengist til að skrifa í blaðið, og tækist þeim að koma út einu til tveimur blöð- um á vetri, þyrfti að ganga á eftir mönnum til að kaupa blaðið gegn vægu gjaldi, sem nauðsynlegt er til að standa straum af kostnaði þess. Þetta er nú að vísu þriðja tölublaðið á þessum vetri, og hafa þau hingað til aldrei orðið fleiri

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.