Læknaneminn


Læknaneminn - 01.02.1955, Page 6

Læknaneminn - 01.02.1955, Page 6
LÆKNANEMINN 6' Landsspítalans verði einhvern tíma tekin í notkun. Verður þá ákjós- anlegt tækifæri til að taka allt námsfyrirkomulagið við lækna- deildina til mjög rækilegrar end- urskoðunar, frá fyrsta ári og til hins síðasta. En jafnvel án við- byggingar ætti að vera hægt að bæta úr einhverju. SAMSTARF VIÐ FÉLÖG LÆKNA. Væri hugsanlegt, að nánari samvinna Félags læknanema við Læknafélag Reykjavíkur og Læknafélags íslands gæti kom- ið til greina Enda þótt mjög margir af okkar eldri bræðrum hafi verið í Félagi læknanema á sínum tíma, hefur lítið eða ekkert samband verið af okkar hálfu við félög þeirra. Hins vegar hefur fé- lag okkar að sjálfsögðu notið vel- vildar og stuðnings margra ein- stakra lækna, og erum við þeim þakklátir fyrir það. Seinast á fyrra ári er skýrt í J.A.M.A. frá starfsemi Lækna- nemasambands Bandaríkjanna, sem stofnað var fyrir nokkrum ár- um fyrir tilstuðlan og með stuðn- ingi Bandaríska læknafélagsins. Eru í því sambandi læknanema- félög flestra háskóla þar vestra. Veitti læknafélagið þessum félags- skap væntanlegra kollegaf járhags- legan stuðning, veitti þeim afnot að kostnaðarlausu af skrifstofum sínum og styrkti útgáfu tímarits þeirra. Hin einstöku háskólafélög njóta á hinn bóginn svipaðs stuðn- ings læknafélaganna á staðnum. Þegar rætt er um samvinnu þessa, ber fyrst og fremst að gæta tvenns. 1 fyrsta lagi: Er hægt að brúa bil það, sem jafnan hlýtur að vera milli lækna og læknanema? Á meginlandi Evrópu væri það sennilega óhugsandi. Þar er stétta- skiptingin í miklu fastari skorð- um og afstaða lækna almennt til læknanema sennilega sú sama og ofursta til hermanns. Hins vegar erum við á vesturhelmingi hnatt- arins og viðskipti manna hér yfir- leitt með allmiklu demokratiskari blæ. Er því hiklaust hægt að svara spurningunni játandi. I öðru lagi má búast við því, að samvinna milli félaga lækna og læknanema mundi vera að miklu leyti á einn veg, þ.e.a.s., að þeir fyrrnefndu styddu þá síðarnefndu. Við mund- um sennilega ekki geta veitt mikið á móti, þar sem okkur skortir enn þá reynslu, þekkingu, þroska og fjárhagslega getu, sem læknar hafa til að bera. Þegar við förum fram á samvinnu, skírskotum við því til hlýrra tilfinninga lækna í garð háskóla, liðinna námsára og gamals félags síns, og okkar sem væntanlegra stéttarbræðra. 1 hverju gæti samvinnan verið fólgin ? Fyrst og fremst auðvitað í því, að áfram verði haldið á sömu braut og er, að læknar flytji fyrir okkur erindi og riti greinar í LÆKNANEMANN. E. t. v. mætti leyfa eldri stúdentum að sækja fundi Læknafélags Reykjavíkur. Stinga mætti einnig upp á því, að læknar leyfðu stúdentum að fara með sér í sjúkravitjanir og kenndu þeim. Óformlegar samkomur lækna og læknanema gætu einnig verið lærdómsríkar. Ef læknar sæju sér fært að styrkja blaðaútgáfu Félags læknanema á svipaðan hátt og lög- fræðingar styrkja útkomu Úlfljóts, sem Orator gefur út, mundi það einnig verða til að tengja yngri og eldri fastari böndum.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.