Læknaneminn - 01.02.1955, Síða 27

Læknaneminn - 01.02.1955, Síða 27
LÆKN ANEMINN 27 einkum sænskar. Þar er og ein íslenzk hjúkrunarkona. S-hlutann á að taka, ári eftir A. Þar eru haldnar sérstakar klinikk- ur í med., kir., og ped. Auk þess colloquium í med., réttarlæknis- fræði og fæðingahjálp. Til þess að standast lokapróf þarf minnst 105 stig samtals. Eftir nýju reglugerðinni er að- eins gengið til prófs einu sinni eftir 1. hluta, en ekki er gott að vita, hversu sú ráðagerð gefst. Ennfremur á að auka praktikant- þjónustuna töluvert og kennsluna í pediatri og psychiatri verulega. Háskólinn í Árósum er ungur og læknadeildin tæpast fiillbyggð enn- þá. Því var lengi sá siður hafður, að senda menn 1—2 síðustu árin til Hafnar, en nú verður breyting á. Fyrstu kandídatar héðan út- skrifast í janúar. Við Árósarhá- skóla eru 1700—1800 stúdentar, ca. 40% í læknadeild og 7. hver er kona. Finnst mér þær láta eigi lítið á sér bera. Prófessorar við deildina eru hartnær 25. Mikill hagur er, að allar byggingar há- skólans eru í einu hverfi, svo að ekki þarf að þeytast bæinn á enda eins og í Höfn. Ennfremur liggur bæjarspítalinn handan næstu götu. Hann er allstór (2 þús. sj.) og myndar heilt hverfi. Þar eru nokk- ur hús í smíðum, m. a. stórhýsi 7 hæða. Auk þessa eru þarna 50—-60 læknaíbúðir, apotek og heilt komplex með íbúðum hjúkr- unarkvenna og -nema, ásamt skóla. fyrir þær. Gangar eru neðanjarð- ar milli allra húsanna og þar ekið á sérstökum mótorvögnum. 2 aðrir spítalar eru í Árósum. Aldrei hef ég verið á vinnustað, þar sem iafngóður andi ríkir og á bæjarspítalanum. Að vísu finnast kverulantar, en allir eru þá ein- hvern veginn sammála um að ign- orera hann eða hana, hvort sem það er nú læknir eða hjúkrunar- kona. — Mér skilst, að hjúkrunar- konum muni betur borgað hér en heima, en þó þori ég ekki út í neinn samanburð. Trúað gæti ég, að þær litu öfundaraugum á stall- systur sínar í hvítu nylonsloppun- um heima. Árósar er þrifalegur bær og við- kunnanlegur, enda flest hverfi ný- leg og þar er gott að vera. Fátt er fornra minja utan dómkirkj- unnar, sem að stofni til mun vera á 7. hundrað ára gömul. Skip hennar kvað vera eitt hið lengsta á Norðurlöndum. Danir segja sjálfir að Árósar séu leiðinlegasti bær í landinu. Má það til sanns vegar færa í augum ókunnugs, því að margt í félags- og samkvæm- islífi gerist hér exclusivt og ekki ætlað aðvífandi flysjungum. Mér hefur stundum fundizt sem Árós- ar og Akureyri væri um margt líkar. Eitt sinn átti ég erindi við einn prófessoranna og hann byrjaði svona: ,,Nú já, þér eruð Islend- ingurinn. Ég þekki líka einn Jó- hannesson frá íslandi; hann var þá rektor háskólans þar, en ég hér. Okkur var ásamt fleirum boðið til Skotlands." Hélt hann nú endi- lega að við værum skyldir, máske náfrændur. Gekk mér hálf illa að gera honum skiljanlegt, að svo væri nú ekki. Þótti mér eftir á heldur súrt í broti að geta ekki talizt í ætt við þann mæta mann, sem að auki hafði „impónerað" hann, blessaðan karlinn, en söm var hans velvild eftir, sem áður. Og í stuttu máli sagt, hefur mér ekki verið sýnt annað en hin mesta velvild. Fæ ég ekki annað séð en Framh. á bls. 32.

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.