Læknaneminn - 01.02.1955, Síða 37

Læknaneminn - 01.02.1955, Síða 37
LÆKNANEMINN 8 7 í próflestur, svo fer alltaf nokkuð í að bíða eftir að komast á hina ýmsu kúrsusa. Margir stúdentar ráða sig nokkurn tíma sem að- stoðarlækna, bæði í héraði og á sveitasjúkrahúsum, og auðvitað fer svo ævinlega eitthvað til hvíldar og hressingar.“ „Eitt ennþá; vildir þú ekki gera einhvern samanburð á náminu þar og hér og benda jafnframt á það, sem við gætum helzt tekið upp eftir Svíum?“ „Fjárhagslega stöndum við þeim svo langt að baki, að margt, sem fýsilegt væri, að gert yrði, er ó- framkvæmanlegt. Ýmsar smá- breytingar fyndist mér þó hægt að gera, t. d. að taka að nokkru leyti upp ammanuensafyrirkomu- lagið, þó ekki væri nema fyrir stú- denta á 1. ári, og kenna þeim á þann hátt t. d. beina- og vöðva- fræðina, og munu allir geta séð, hvílíkur kostur það væri. Þá finnst mér það geigvænlegt, að 30—40 manns innritast í deildina ár hvert, en 10—20 útskrifast. Fyrir það ætti að vera hægt að girða með því að setja strangari inntökuskil- yrði, svo að menn eyði ekki bæði tíma og fé til einskis. Prófsystemið sænska finnst mér, að mætti taka upp hér, en með því væri komið í veg fyrir það, að eitt fag gæti eyðilagt annað. En það, að þurfa að taka upp 2 eða fleiri próf, þó fallið sé í einu, finnst mér alger- lega út í hött. Hinsvegar verður hin stranga námstilhögun óneitanlega á kostn- að hins academiska frelsis, og fag- idiotismus er miklu algengara fyr- irbrigði þar en hér, þar sem menn eru svo til algerlega „quarantiner- aðir“ fyrir utanaðkomandi áhrif- um. Einnig er það til fyrirmyndar hér, að allar stéttir eiga fulltrúa í deildinni, en í Svíþjóð eru aðeins 5% læknanema úr fátækari stétt- um. Þó koma þar fleiri sjónarmið til greina en auraleysið eitt saman, svo sem rík stéttakennd, iðnaðar- mannssonur verður iðnaðarmaður o. s. frv„ en það erum við til allrar hamingju lausir við.“ S. Þ. G. ÖLD TÆKNINNAR. Símastúlkan: Ríkisspítalinn. Rödd: Mig langar til þess að spyrja, hvernig frú Önnu líði. S.: Hvaða frú Önnu? R. : Frú Önnu Pétursdóttur. S. : Hún er á handlæknisdeildinni. Ég skal gefa yður samband við deildarhjúkrunarkonuna. Hjúkrunarkona: Handlæknisdeildin. Katrín Pálsdóttir. R: Mig' langar til að spyrjast fyrir um frú Önnu Pétursdóttur. Hvernig hefur hún það? Hj.: Eitt augnablik. Jú, frú Anna hefur það gott. Á morgun á að taka saumana, og sennilega fer hún heim eftir nokkra daga. R.: Mikið er gaman að heyra þetta. Þakka yður kærlega fyrir. Hj.: Á ég að skila einhverju? R.: Þér skulið ekki vera að hafa fyrir því. Þetta er frú Anna. Mér segja þeir aldrei neitt.

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.