Læknaneminn - 01.02.1955, Side 46

Læknaneminn - 01.02.1955, Side 46
LÆKNANEMINN 1,6 Úr endurminningum VALÐIMARS EINARSSONAR læknis i Friðrikshöfn. Valdimar heitinn, læknir, fæddist 16. júni 1879 í Garöi í Kelduhverfi, Norður- Þingeyjarsýslu. Embæt'tisprófi í læknis- fræði lauk hann frá Hafnarháskóla ár- ið 1909. Hann starfaði alla æfi sem læknir i Danmörku; lengst af i Prið- rikshöfn á Jótlandi. Árið 1950 komu út endurminningar hans hjá Bókaút- gáfunni Norðri, og hefur forlagið góð- fúslega leyft að birta það, sem hér fer á eftir úr bók hans, en það eru nokkr- ar endurminningar frá námsárum hans í Höfn. Valdimar lézt árið 1951. Að loknu undirbúningsprófi hófst hið eiginlega læknisnám. Nú var byrjað á höfuðgreinunum und- ir fyrri hluta embættisprófs, anató- míu . .. lyf jafræði og lífeðlisfræði. Mestri breytingu á náminu olli spí- talagangan, sem nú hófst. Ásamt fimm félögum mínum vann ég frá 1. febrúar 1904 sem fríviljugur — volontör — í tólf mánuði á skurð- læknisdeildinni í Kommunespítal- anum. Við urðum að kaupa okkur meðalakver ... skæri . . . stetho- scop og . . . önnur tæki, en fengum líka strax doktorstitilinn, enda þótt við vissum framan af ekkert um læknissstörf. Yfirlæknirinn á skurðiækna- deildinni, prófessor Tscherning, var frjálslyndur dánumaður, held- úr þögull, gat þó stundum verið kíminn. Alltaf man ég eftir stofu- ganginum með honum fyrsta dag- inn. Strax er við komum inn í sjúkrastofurnar, lagði dauninn frá skurðsárunum á móti okkur. Og enn verri varð hann, er umbúð- irnar voni teknar af sárunum . . . Tscherning hafði ekki tekizt að út- rýma hinni illræmdu sárabakteríu (bacillus pyocyaneus) frá deild- inni. Meðan við stóðum við eitt rúmið, heyrði ég allt í einu hlunk mikinn. Einn volontörinn lá endi- langur á gólfinu í ómegin. . . . Tscherning leit aftur fyrir sig og brosti í kampinn. Ekki tók betra við, þegar við komum niður í lík- skurðarstofuna. Þar leið yfir þrjá eða fjóra. Þegar ég hafði verið þetta ár á handlækningadeildinni, fór ég á lyfjadeildina. Yfirlæknirinn var gamall fauskur, Rosenthal að nafni, Gyðingur að ætt. Hann var stirður og lélegur kennari, enda stóð lyfjafræðin þá á enn lægra stigi en handlækningar. Lyfin voru næsta gagnslítil. . . . En það var heldur ekki talað mikið um meðul á deildinni. Allt snerist um að rannsaka sjúkling- inn og reyna að komast að, hvað að honum gengi. Er yfirlæknirinn þóttist hafa fundið sjúkdómsins rétta nafn, var allt gott. Sjúk- dómurinn, en ekki sjúklingurinn var aðalatriðið. Þegar spítalaþjónustunni loksins var lokið, eftir hér um bil tuttugu mánuði gátu menn fyrst fyrir al- vöru farið að gefa sig að bók- náminu . . . Allan fyrri hluta dags og langt

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.