Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Page 17

Læknaneminn - 01.09.1966, Page 17
LÆKNANEMINN 17 annars eðlis en kandidatsstaðan í dag. Kandidatinum finnst hann vera í þvingunaraðstöðu. Aðstoð- arlæknisstaða býður upp á bæði lengri dvöl á hverri deild og meiri möguleika til sjálfstæðra athug- una og samvinnu við eldri kollega deildanna. Kannske gætum við þá farið að sjá einhvern lífsvott, hvað fræði- legar iðkanir snertir. Lokaorð. Það þarf réttilega alltaf nokkuð átak til víðtækra breytinga á kerfi, sem menn eru aldir upp við og hafa unnið undir í mörg ár. Þegar öll rök virðast hníga að því, að réttmætt sé að gera slíkar breytingar, hef ég ekki trú á því, að ekki takist að sannfæra þá mörgu aðila, sem hafa þær á valdi sínu. Enga varða þessi mál þó meir en læknanema og yngri lækna. Hér hefur verið stiklað á stóru og mörg þýðingarmikil atriði lítið rædd. Ég vona að læknanemar, sem áhuga hafa á þessum málum. séu óhræddir að ræða þau frá fleiri hliðum í blaði sínu og fylgja eftir því, er til bóta mætti veröa í framtíðinni. NlZKA A PENICILLIN. I apríl 1965 var þýzkur sjómaður lagður inn á sjúkrahús í Reykja- vík vegna tannkýlis i efri góm. Eftirlitsskip þýzka veiðiflotans flutti hann í land. Á skipi hans var rosklnn læknir, sem skrifaði langt og geysinákvæmt læknabréf með sjúklingnum um gang sjúkdómsins og meðferð. Er hér getið um þetta, vegna þess hve meðferðin er sér- kennilega konservatíf. Er fyrstu einkenni komu, en þau sýndu greinilega hvað um var að ræða, var meðferð hafin á þessa leið: „Kamillen-Extract-Mundspulungen, flússige Kost, Sprachverbot, Jodpinselung, Zimmertemperatur, trochene Warme“. Næsta dag höfðu einkenni aukizt, og var þá bætt við: „Kamillen-Inhalation". Þar sem sjúklingi hrakaði, þrátt fyrir þessa kröftugu meðferð, var hið gamalkunna lyf penicillin reynt á þriðja degi og fékk sjúklingur eina injection 400.000 i.e. Þess má geta að á spítalanum batnaði sjúklingnum á 4 dögum af kröftugri antibiotica-meðferð.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.