Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Side 26

Læknaneminn - 01.09.1966, Side 26
26 LÆKNANEMINN númer þess, sem valinn er, á þar til gert eyðublað. Tvær útgáfur eru til af þessu prófi, annað fyrir stálpuð börn og fullorðna og tek- ur venjulegast 40—60 mínútur að leysa úr því. Hitt er fyrir yngri börn og vangefna. Það er í litum og einfaldara að leysa. Raven- prófin eru ekki alhliða greindar- próf og niðurstöður úr þeim ekki gefnar í greindarvísitölum heldur hundraðsröð. Sé það notað með öðru prófi (Mill-Hill Vocabulary Test, ekki til í íslenzkri gerð), má reikna út greindarvísitölu úr þeim sameiginlega, sem samsvarar vel niðurstöðum alhliða greindar- prófa. Raven-próf segja aftur á móti tii um mikilsverða þætti greindarfars, svo sem athyglis- gáfu, ályktunarhæfni og skynjun- arnæmi. Mikill kostur Raven- prófanna er, hve handhæg þau eru í notkun, prófaður vinnur sjálfstætt að prófinu á tiltölulega skömmum tíma og einnig má leggja þau fyrir hóp manna í einu. Greindarvísitala gefur alltaf mikilsverðar upplýsingar, en án skýringa og samhengis við per- sónuleika og andlegt ástand hins prófaða getur hún beinlínis verið villandi. Því er venjulega gerður greinarmunur á starfhæfri eða mældri greind og eðlis- greind, þ. e. greindinni eins og hún getur eða hefur verið mest. Hjá taugaveikluðu fólki dregur kvíði og þunglyndi mjög úr nýt- ingu greindarinnar. Má nokkuð fara eftir því, hversu ójafn ár- angurinn er, hvað nýting er góð eða slæm og má þá geta sér til um, hvað eðlisgreind sé góð og hve starfhæfni greindarinnar kann að rísa við beztu skilyrði. Á sama hátt er hægt að meta, hversu mikil greindarskerðing hefur átt sér stað af völdum geðsjúkdóms eða organiskrar dementiu. Sjald- gæft er að króniskir schizopnren sjúklingar nái meðalgreind í greindarprófi og árangur margra þeirra er á vanvitastigi. Stundum getur verið vandasamt að skera úr um, hvort sjúklingur er vangef- inn (frá fæðingu), eða hvort á- stand hans sé afleiðing af lang- vinnum geðsjúkdómi. Við klinisk- ar rannsóknir verður alltaf að skoða greindarvísitölu í ljósi persónuleika, skapgerðar og and- legs ástands hins prófaða. Persónuleikapróf: Til er mikill f jöldi persónuleika- prófa, en aðeins tiltölulega fá hafa náð almennri útbreiðslu. Flestir sálfræðingar beita sömu prófun- um aftur og aftur, prófum, sem þeir hafa lært vel að leggja fyrir og túlka og gefa þeim því meiri upplýsingar en önnur. Persónu- leikapróf eru mjög mismunandi flókin eða viðamikil. Smn eru til þess gerð að gefa heildarmynd af persónuleikanum, önnur leiða að- eins í ljós ákveðna þætti. Sum gefa yfirborðsmynd, lýsa per- sónuleikanum eins og hann birtist í hegðun og samskiptum við aðra, önnur draga fram þau öfl, sem eru að verki í djúpum sálarlífsins, enn önnur beinast einkum að inni- haldi hugsana og tilfinninga, sál- arflækjum eða duldum. Ég mun hér á eftir greina frá þremur al- þekktmn persónuleikaprófum. Rorschach-prófið: Sennilega er Rorschach prófið þekktasta og mest notaða persónuleikaprófið. Það tilheyrir hópi hinna svo- nefndu frávarpsprófa (projective tests), sem byggjast á þeirri til- hneygingu manns að ætla öðru það, sem í rauninni er frá þeim sjálfum komið, hugsanir, tilfinn- ingar, viðhorf, o. s. frv. 1 túlkun

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.