Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 26

Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 26
26 LÆKNANEMINN númer þess, sem valinn er, á þar til gert eyðublað. Tvær útgáfur eru til af þessu prófi, annað fyrir stálpuð börn og fullorðna og tek- ur venjulegast 40—60 mínútur að leysa úr því. Hitt er fyrir yngri börn og vangefna. Það er í litum og einfaldara að leysa. Raven- prófin eru ekki alhliða greindar- próf og niðurstöður úr þeim ekki gefnar í greindarvísitölum heldur hundraðsröð. Sé það notað með öðru prófi (Mill-Hill Vocabulary Test, ekki til í íslenzkri gerð), má reikna út greindarvísitölu úr þeim sameiginlega, sem samsvarar vel niðurstöðum alhliða greindar- prófa. Raven-próf segja aftur á móti tii um mikilsverða þætti greindarfars, svo sem athyglis- gáfu, ályktunarhæfni og skynjun- arnæmi. Mikill kostur Raven- prófanna er, hve handhæg þau eru í notkun, prófaður vinnur sjálfstætt að prófinu á tiltölulega skömmum tíma og einnig má leggja þau fyrir hóp manna í einu. Greindarvísitala gefur alltaf mikilsverðar upplýsingar, en án skýringa og samhengis við per- sónuleika og andlegt ástand hins prófaða getur hún beinlínis verið villandi. Því er venjulega gerður greinarmunur á starfhæfri eða mældri greind og eðlis- greind, þ. e. greindinni eins og hún getur eða hefur verið mest. Hjá taugaveikluðu fólki dregur kvíði og þunglyndi mjög úr nýt- ingu greindarinnar. Má nokkuð fara eftir því, hversu ójafn ár- angurinn er, hvað nýting er góð eða slæm og má þá geta sér til um, hvað eðlisgreind sé góð og hve starfhæfni greindarinnar kann að rísa við beztu skilyrði. Á sama hátt er hægt að meta, hversu mikil greindarskerðing hefur átt sér stað af völdum geðsjúkdóms eða organiskrar dementiu. Sjald- gæft er að króniskir schizopnren sjúklingar nái meðalgreind í greindarprófi og árangur margra þeirra er á vanvitastigi. Stundum getur verið vandasamt að skera úr um, hvort sjúklingur er vangef- inn (frá fæðingu), eða hvort á- stand hans sé afleiðing af lang- vinnum geðsjúkdómi. Við klinisk- ar rannsóknir verður alltaf að skoða greindarvísitölu í ljósi persónuleika, skapgerðar og and- legs ástands hins prófaða. Persónuleikapróf: Til er mikill f jöldi persónuleika- prófa, en aðeins tiltölulega fá hafa náð almennri útbreiðslu. Flestir sálfræðingar beita sömu prófun- um aftur og aftur, prófum, sem þeir hafa lært vel að leggja fyrir og túlka og gefa þeim því meiri upplýsingar en önnur. Persónu- leikapróf eru mjög mismunandi flókin eða viðamikil. Smn eru til þess gerð að gefa heildarmynd af persónuleikanum, önnur leiða að- eins í ljós ákveðna þætti. Sum gefa yfirborðsmynd, lýsa per- sónuleikanum eins og hann birtist í hegðun og samskiptum við aðra, önnur draga fram þau öfl, sem eru að verki í djúpum sálarlífsins, enn önnur beinast einkum að inni- haldi hugsana og tilfinninga, sál- arflækjum eða duldum. Ég mun hér á eftir greina frá þremur al- þekktmn persónuleikaprófum. Rorschach-prófið: Sennilega er Rorschach prófið þekktasta og mest notaða persónuleikaprófið. Það tilheyrir hópi hinna svo- nefndu frávarpsprófa (projective tests), sem byggjast á þeirri til- hneygingu manns að ætla öðru það, sem í rauninni er frá þeim sjálfum komið, hugsanir, tilfinn- ingar, viðhorf, o. s. frv. 1 túlkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.