Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 34

Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 34
LÆKNANEMINN Slf Guimsteinn Gunnarsson: Bra utryöjandastarf Þar sem umræður um endur- skipulagningu læknisþjónustu í dreifbýlinu eru mjög til umræðu um þessar mundir, er ekki úr vegi að skýra frá tilraun, sem gerð hef- ur verið í þeim anda, er framsýnir menn telja líklegastan til bóta. Er þar um að ræða Hvammstanga- hérað, en fyrir réttu ári, eða 1. okt. 1965, var Helgi Þ. Valdimars- son settur héraðslæknir þar. Þetta læknishérað telur nálægt 1700 íbúa og nær frá Bitrufirði í Strandasýslu að vestan og austur fyrir Víðidal. Á Hvammstanga búa um 350 manns, og er þar læknis- setrið og héraðssjúkrahús með 20 sjúkrarúmum, en meir en helming- ur þeirra feílur undir langlegu- sjúklinga og aldrað fólk. Sjúkra- hús þetta var fullgert 1960. Þar er skurðstofa og allgóð röntgen- tæki. Áður var þar sjúkraskýli með fáeinum rúmum og notast nú sá hluti sem lækningastofur og apótek. Segja má að þetta fá- menna hérað hafi byggt yfir heilsu- gæzlu sína af talsverðum myndar- skap, þótt deila megi um, hvort þjóðhagslegt hafi verið að reisa svo stóran spítala í aðeins 60 km fjarlægð frá Blönduósi með stærri og eldri spítala. 1 þessu héraði hafa fjölmargir læknar starfað um lengri eða skemmri tíma undanfarna áratugi. Þar sem þetta er nær eingöngu landbúnaðarhérað, hefur íbúatalan mjög lengi staðið nokkuð í stað. Læknir hefur verið einn síns liðs, og þannig varð það þótt spítali bættist við. Hann sinnti einkum smákvabbi og minni háttar tilfell- um, en ef gera þurfti einhverjar rannsóknir, fór fólk suður. Ef bráða skurðaðgerð bar að hönd- um, sem ekki var á færi læknisins að ráða við með aðstoð hjúkrunar- konu spítalans, kom nágranna- læknir gjarna, en bifvélavirki úr plássinu svæfði. í raun og veru var ekkert, sem benti beinlínis á, að þarna þyrfti að breyta miklu, eða hins vegar hvort það væri hægt. Við könnun á aðstæðum og tækjakosti embættisins, fann Helgi, að þarna vantaði smásjá, en aftur á móti var til handsnúin skilvinda, fyrir tvö glös, og mátti skilia í henni þvag á 10 mínútum. Skoð- unarbekkur var gamall, og þannig gerður, að varasamt var að leggja sjúkling aftur á bak í hann, því bekkurinn gat oltið, og stóð hann þessvegna upp við vegg. Lækn- ingastofur voru óhreinar og með gömlum og Ijótum húsgögnum, svo að leiðinlegt var að bjóða fólki þangað inn. Verkfæri til daglegrar notkunar voru fátækleg og fá. Upplýsingar um sjúklinga voru yf- irleitt lítils virði, ýmist af tíma- skorti læknis, eða af ræktarleysi hans við sjúklinga sína. Engar náðu lengra aftur en til 1955. Fleira mætti tína til. Góðar horfur við marga sjúk- dóma byggjast á því, að þeir séu greindir á frumstigi, og meðferð hafin, áður en breytingar eru orðn- ar það miklar á líffærum, að þær sjáist klíniskt. Skipulagðri leit að sjúkdómum, sem vitað er að hafa ákveðna tíðni, má framkvæma í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.