Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 50

Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 50
50 LÆKNANEMINN iiarl Jónsson, læknir: UM GIGTLÆKNINGAR Ritstjóri Læknanemans bað mig um að láta blaðinu í té eitthvað af reynslu minni í fysiurgi. Að vísu er af nógu að taka eftir 35 ára starf, en eitt er að sjá gulikornin í götunni, eins og rúbin- steininn hans Guðmundar og annað að safna þeim saman, til að miðla öðrum. Mér varð strax ljóst, að efnið er svo margþætt, að erfitt er að koma því fyrir í skipulegri grein, en hins vegar snubb- ótt að hluta það sundur í kafla. Um leið vil ég nota tækifærið og rekja sögu- legar þrengingar fysiurgiunnar hér á landi, og freista að uppræta þann mis- skilning og fáfræði, sem um hana hefur ríkt, enda finnst mér skylt að gera það, þar eð fyrirrennari minn Jón Kristjáns- son, læknir, gerði það ekki. 1 grein, sem út kom eftir mig í maí— júní hefti Læknablaðsins 1930 segir: „Orðið gigt (rheumatismus) hefir um allar aldir verið ruslakista lækna og leikmanna, til að kasta í því, sem þeir vissu ekki náin deili á“. Þetta var skoð- un mín eftir 3ja ára starf á Rödekors Kuranstalt á Hald við Viborg á Jótlandi, þar sem ég lærði fysiurgi, og þetta er skoðun mín ennþá, enda þótt sjúkdóms- greiningar séu e. t. v. orðnar öllu ná- kvæmari nú en þá var. Þannig fáum við fysiurgar til meðferðar mjög svo sundurleita sjúkdómsflokka og sjúkl- inga, sem praktiserandi læknar hafa gefist upp á. Er ég var við læknisnám, sat kennsla í fysiurgi algjörlega á hakanum, og svo mun vera enn. Námið miðaðist allt við lyflækningar eða skurði, og snérist nær einvörðungu um það, sem áður var nefnt innvols, og dálítið um heila, taug- ar og æðar. Skrokkurinn, aðalverzlunar- varan, þ.e.a.s. vöðvar, sinar, fasciur, cutis, subcutis og beinin, þetta sem nefna mætti stoð-, hreyfi- og að nokkru leyti næringarkerfi, var eins konar landið gleymda, en það eru einmitt þessi líf- færi og sjúkdómar þeirra, sem fysiskum lækningum er aðaliega beitt við. Hér eru nokkur dæmi um það, sem gleymdist við kennsluna: Verkir vinstra megin í brjóstinu hétu angina pectoris, og stöfuðu alltaf af hjartasjúkdómi, annað kom ekki til greina, og meðferð var meðul, meðul. Höfuðverkur hét cephalalgia, encephalalgia eða cephalea, m. ö. o. verkur í höfðinu hlaut að stafa frá heilanum, enda miðuðust aliar lækn- ingatilraunir við að reyna að hafa á- hrif á heilann með lyfjum. Svimi hét vertigo ab aure laesa, v. ab. stomacho laeso, v. epileptica, v. laryngea eða v. ocularis. Meðferðin fálmandi lyfjagjöf. Hér er eins og með höfuðverkinn hopp- að, eins og köttur í kringum heitan graut, umhverfis þær orsakir, sem ég tel vera algengastar, sem sé vöðva- og taugabólgur í hálsi, hnakka, höfði og andliti og liðbólgur, eða kalkanir í hálsliðnum. Circulationin hefur alltaf verið, og er enn, miðuð við blóðið, hjartað og æðarn- ar. Það hefur alveg gleymzt, að æðarn- ar eru aðeins þjóðbrautirnar og blóðið lítill hluti alls þess vökva, sem þarf að hreyfast (circulera) um líkamann, og að blóðið sjálft kemst aðeins í snert- ingu við örlítinn hluta af frumum lík- amans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.