Læknaneminn - 01.09.1969, Síða 9

Læknaneminn - 01.09.1969, Síða 9
LÆKNANEMINN 9 um við hjúkrunardeild fyrir kven- sjúklinga. Loks höfum við tengsl við drykkjumannahælið að Akur- hóli í Rangárvallasýslu, en þangað fara hinir erfiðari drykkjusjúkl- ingar, sem þurfa að dveljast lang- dvölum á stofnunum. Öllum þess- um laust tengdu annexíum er séð fyrir læknisþjónustu frá Klej.ps- spítalanum, og flestum þeirra sendum við einnig lyf. Þá stendur einnig fyrir dyrum, að tekin verði upp sérfræðingsráðgjöf héðan fyrir Kristneshæli. Auk þessa, sem þegar er getið, eru notuð nokkur rúm á Vífilsstöðum fyrir geðsjúklinga og mun vera starf- andi þar geðlæknir einn dag í viku. Og loks er að geta þess, að í Víði- nesi er rekið drykkjumannahæli af Bláa bandinu. Á Kleppsspítal- anum hefur orðið sú meginbreyt- ing á síðari árum, að opnuð hefur verið þar eftirmeðferðardeild. Þessi eftirmeðferðardeild hefur skapað möguleika til þess að út- skrifa sjúklinga miklu fyrr af sjúkrahúsinu en ella og jafnvel til að útskrifa marga sjúklinga, sem annars hefðu orðið að dvelja lang- dvölum á sjúkrahúsinu. Hún hef- ur einnig orðið til þess að fyrir- byggja margar endurinnlagningar í siúkrahúsið. I heilbrigðisfræðinni læra læknanemar um nauðsynina á því að ætla fólki nægjanlegt gólfrými og loftrými í íbúðarhúsnæði. Þar er réttilega bent á þýðingu þessa fyrir heilbrigði manna, en þetta hefur gleymzt heldur óþyrmilega, að minnsta kosti að því leyti, er geðsjúkrahúsin varðar. Fyrir 10— 15 árum voru um og yfir 300 sjúklingar hér í sjálfum Klepps- spítalanum. Við höfum fyrir nokkru síðan ,,normerað“ sjúkl- ingafjölda spítalans í samræmi við það, sem skaplegt má teljast eftir nútíma kröfum og telst samkvæmt því svo til, að hér í aðalspítalan- um ættu ekki að vera nema í hæsta lagi um 170 sjúklingar, ef gamli spítalinn er enn látinn vera í notkun, en ekki nema 140, ef hann væri lagður niður. Með tilliti til þess, hve litlir hollustu hættir eru að allt of miklum þrengslum, höfum við markvisst reynt að draga úr ofnýtingu spítalans og fækka aukarúmum eftir því, sem frekast hefur verið unnt. Við er- um þó enn með upp undir 240 sjúklinga í aðalspítalanum. Áþreif- anleg sönnun fyrir kenningunni um, hversu þrengslin séu heilsu- spillandi, er m. a., að fjöldi sjúkl- inga, sem kemur á spítalann og fer þaðan árlega hefur stóraukizt þrátt fyrir það, að við höfum dreg- ið úr rúmafjöldanum. Auk sjúkrarúmafjöldans er ýmislegt fleira, sem hefur áhrif á innlagningafjöldann og dvalar- tíma sjúklinganna í spítalanum. Innlagningafjöldi og dvalartími er hvort öðru mjög háð, eins og aug- ljóst má vera. Hvort tveggja er háð þeim sjúkdómum, sem sjúkl- ingar, er á spítalann koma, eru haldnir, viðhorfum almennings til spítalans, meðferðinni, sem veitt er, læknafjöldanum, sem starfar að meðferðinni og fjölda annarra starfsmanna, sérstaklega hvers kyns sérlærðra starfsmanna, sem við spítalann starfa á hverjum tíma. Línuritin, sem hér fylgja með, sýna breytingarnar, sem orð- ið hafa á innlagningafjölda í spítal- ann á árabilinu frá Í945 til 1964 (65). Ennfremur sýna línuritin skiptingu eftir sjúkdómsgrein- ingu, dvalartíma og kynjum. Stærð hringanna í hringritunum er í hlutfalli við innlagningafjölda á hverju hinna tilteknu ára, einnig er stærð geiranna í réttu hlutfalli
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.