Læknaneminn - 01.09.1969, Side 10

Læknaneminn - 01.09.1969, Side 10
10 LÆKNANEMINN við fjölda sjúklinga í hverjum flokki á hverju ári. Á fyrsta línu- ritinu sést, hvernig innlagninga- fjöldinn eykst smám saman frá 1953 til 1963, er hann eykst stór- lega. Árið 1952 voru tvær deildir teknar í notkun í spítalanum, sem hjálpuðu auðvitað svolítið. Síðan hefur engin aukning orðið á rúmafjölda í spítalanum, nema er hann tók við Flókadeildinni í árs- lok 1963. Upp úr því hefur auka- rúmum verið fækkað smám sam- an. Það, sem sennilega veldur verulega um aukninguna á inn- lagningafjöldanum 1962—’63 er læknafjölgunin, sem þá verður, og framhaldsmeðferðin á sjúklingum, eftir að þeir útskrifast, sem byrj- ar þá. Á næstu mynd sést, hvernig sjúklingafjöldinn skiptist eftir kynjum, hver sjúklingur er aðeins talinn einu sinni, þó að hann hafi verið lagður inn oftar en einu sinni á árinu. Fleiri karlar hafa lagzt inn öll árin, en aukningin verður hlutfallslega svipuð hjá báðum kynjum. Þriðja myndin sýnir, hvernig innlagningar skiptast hlutfallslega eftir sjúkdómsgreiningu í 5 aðal- flokka, það er skizofreni, manio- depressiv psykosur, alkóhólisma, ýmsa organiska kvilla og það, sem hér eru kallaðir til hagræðis reaktivir kvillar, þ. e. a. s. psyko- gen psykosur, neurosur, skapgerð- argallar og fávitaháttur. Fávita- hátturinn og skapgerðargallarnir eru taldir með reaktivum kvillum, ekki vegna þess að þeir séu reaktiv- ir í sjálfu sér, heldur vegna þess, að það eru einhver viðbrögð gagn- vart ytri aðstæðum, sem valda innlagningu þessara sjúklinga í spítalann. Það sem stingur mest í augu á þessari mynd, er hin mikla hlutfallslega aukning innlagninga kvenna vegna alkóhólisma, og /C7V5' f‘75'0 7*75-5- /<?6o f&GS / "’yW hn /ajninj err /VVS -

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.