Læknaneminn - 01.09.1969, Síða 37

Læknaneminn - 01.09.1969, Síða 37
LÆKNANEMINN 35 GUÐMUNDUR S. JÓNSSON, eðlisfræðingur: KÓBALTTÆKI Tæki, sem innihalda geislavirk efni til geislunar á æxlum með því að geisla utan að úr nokkurri fjariægð, eru nefnd telegamma- eða telecurietæki og geislunarað- ferðin telegeislun. Þau eru nefnd svo til aðgreiningar frá geislun með efnum, sem lögð eru inn í æxli eða að þeim. Sú aðferð er nefnd brachygeislun. Með því að hafa geislandi efni fyrir utan lík- amann og geisla úr fjarlægð er unnt að afmarka geislann nokkuð og hlífa þannig heilbrigðum vefj- um. Reynt hefur verið að nota radium í þannig telegammatæki og geisla með því úr f jarlægð, en radium hefur lengi verið notað til geislalækninga. Það hefur ekki reynzt vel til þessarar notkunar, og eru fyrst og fremst tvær ástæð- ur til þess. I fyrsta lagi er radi- um afar dýrt, en til þess að fá einhverja geislun að ráði þarf mikið magn af því. I öðru lagi er eðlisgeislun radiums mjög lítil, þ. e, geislun frá einu grammi, miðað við mörg önnur geislavirk efni. Þetta veldur því, að nota verður mikinn radiummassa til þess að geislunin verði nóg, sem verður aftur til þess, að geislinn verður illa afmarkaður og hálfskuggi myndast. Eðlisgeislun radiums er 1 Curie í grammi, en Curie er ein- ingin, sem notuð er fyrir geisla- virkni. 1 Curie er 3,7 X1010 kjarna- breytingar á sekúndu. Kóbalt hefur betri eiginleika til fjarlægðargeislunar. Eðlisgeislun þess getur farið allt upp í nokkur hundruð Curie í grammi, og það er auk þess tiltölulega ódýrt efni, að minnsta kosti miðað við radium. Orka geislunar frá kóbalti og rad- ium er afar lík. Einn kost hefur þó radium fram yfir kóbalt, en hann er sá, að helmingunartími þess er miklu lengri eða 1620 ár á móti 5,2 árum fyrir kóbalt. Eftir einn helmingunartíma hefir geisl- un ákveðins magns minnkað um helming af því, sem hún var upp- haflega. Þetta veldur því, að geisl- un kóbalts endist miklu skemur en geislun radiums. Kostir kóbalts fram yfir radium og önnur geisla- virk efni eru þó það miklir, að nú, u. þ. b. 18 árum eftir að fyrsta stóra kóbaltgeislahleðslan var framleidd (kílócurie), er kóbalt nálega eina geislavirka efnið, sem notað er til fjarlægðargeislunar 1 geislalækningum. Kóbalt er harður, ferromagnet- iskur málmur með atómþunga 58.9, eðlismassa 8,9 g/cm:i og atómtölu 27. Aðeins einn ísótóp af kóbalti finnst í náttúrunni, en það er Co- 59 (samanlagður fjöldi prótóna og nevtróna í kjarnanum er 59). Alla aðra ísótópa af kóbalti er unnt að framleiða úr þessum eina eða frá Co-55 til Co-60. Aðeins einn þeirra er notaður til fjarlægðar- geislunar í geislalækningum vegna sinna sérstöku eiginleika, en það er Co-60, sem er framleiddur í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.