Læknaneminn - 01.09.1969, Side 38

Læknaneminn - 01.09.1969, Side 38
36 LÆKNANEMINN kjarnorkuofni með því að skjóta nevtrónum á Co-59. Co-60 er óstöðugt efni, sem breytist eins og áður er getið með helmingunar- tímanum 5,2 ár í nikkel. Orka geislunar frá Co-60 er u. þ. b. 1250 kílóvolt. Markmið geislalækninga er að framleiða jafnan og samfelldan geislaskammt innan ákveðins rúm- máls á ákveðnum tíma, Utan hins ákveðna rúmmáls á líkaminn helzt ekki að fá neina geislun. Þetta er auðvitað ekki unnt að framkvæma fullkomlega, en markmiðið má nálgast nokkuð. Eftir að geisla- læknir hefur staðsett æxlið og út- breiðslu þess nokkurn veginn, ákveður hann geislaskammt þann, sem fara á inn í æxlið. Geisla- skammturinn má ekki vera of mikill vegna aukaverkana, en hann má heldur ekki vera of lítill, vegna þess að þá nær geislameðferðin ekki tilætluðum árangri. Ákvörð- un rétts geislaskammts er örðug, vegna þess að margt þarf að taka til greina, eins og, að mismunandi geislaorka hefur mismikil bíólóg- isk áhrif, að geislun getur ekki dreifzt jafnt á stóru svæði, að geislanæmi er mismunandi eftir frumugerð og einnig, að ekki er unnt að komast hjá því að valda einhverjum skemmdum á heil- brigðum vefjum. Orka sú, sem geislunin skilur eftir í hinu geisl- aða efni, segir til um geisla- skammtinn og með því að reikna út breytingar vegna f jarlægðar og orkutaps þess, sem geislunin verð- ur fyrir við að fara í gegnum líkamann, má ákveða hana. Eftir að geislaskammtur hefur verið ákveðinn, er geislunin send vel af- mörkuð inn í líkamann. Geislunar- einingin er rad, og 1 rad samsvar- ar því, að geislunin hafi skilið eft- ir 100 erg í grammi af viðkomandi efni. Orkutap geislans verður vegna jónunar efnisins. Unnt er að kortleggja breytingar þær, sem geislunin verður fyrir við að fara í gegnum ákveðið efni, t. d. vatn, og nota þannig kort við útreikn- inga á geislaskammti þeim, sem sjúklingur fær. Eigi að geisla djúplæg líkams- svæði, er augljóst, að geislunin verður að vera orkumikil. Orku- lítil geislun nær skammt og nýtist lítt við geislanir inn í líkamann. Venjuleg röntgentæki, þar sem geislun er framleidd í röntgen- lömpum, gefa ekki orkumeiri geislun heldur en 400 kílóvolt. Kóbaltgeislun samsvarar u. þ. b. 3000 kílóvolta röntgengeislun. Segja má, að vegna eðliseiginleika háorkugeislunar, þ. e. geislunar, sem er orkumeiri en 1000 kílóvolt, hafi hún það mikilvæga kosti fram yfir venjulega röntgengeisl- un, að tæki, sem framleiða háorku- geislun, muni koma í stað venju- legra röntgentækja við geislanir á djúplægmn svæðum líkamans. Helztu eiginleikar háorkugeisl- unar eru eftirfarandi: 1. Geislun nær lengra og minnk- ar ekki eins fljótt og lágorku- geislun. Vegna þessa er auð- veldara að geisla djúplæg líkamssvæði með háorkugeisl- un. 2. Mesta orkutap geislunarinnar verður skammt undir húð og þar mest geislaáhrif. Kóbalt- geislun er t. d. mest 0,5 cm undir húð. Áhrif háorkugeisl- unar á húð eru því ekki eins mikil og áhrif lágorkugeislun- ar, en það er oft húðin, sem takmarkar þann geislaskammt, sem unnt er að gefa inn í lík- amann, þegar notuð er lág- orkugeislun. 3. Orkutap háorkugeislunar er

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.