Læknaneminn - 01.09.1969, Síða 50

Læknaneminn - 01.09.1969, Síða 50
LÆKNANEMINN U hafið. Eftir stofnun Ethiopiska flugfélagsins, 1946, hafa samgöng- ur við útlönd aukizt að mun, svo og innanlandssamgöngur. Flug- félagið flýgur nú reglulega til um 40 mismunandi staða innan ríkis- ins. Aðeins tvær járnbrautarlínur er að finna, önnur milli Asmara í Erithreu og Rauðahafsins og hin frá Addis Ababa til Djibouti í Franska Somalilandi. Góðir vegir eru enn mjög af skornum skammti. Þó má komast frá Addis Ababa eftir malbikuðum og steinsteypt- um vegum um 300 km í allar áttir. Addis Ababa, höfuðborgin, ligg- ur uppi á hásléttunni í um 2.400 m hæð yfir hafið. íbúafjöldinn er um 450 þúsund. Loftslagið er mjög þægilegt, næturnar eru svalar og hitastigið á daginn fer sjaldan yfir 24 stig á Celcius, oftast um 18—19 stig. Þrjár gerðir íbúðarhúsa eru al- gengastar: I fyrsta lagi hringlaga leirkofar með stráþaki, síðan koma ferhyrndir leirkofar með báru- járnsþaki og síðast hús með vest- urlandablæ, sem oft eru mjög íburðarmikil. Nýtt hverfi í Addis Ababa. Ekkert holræsakerfi er í borg- inni, en flestir hafa greiðan að- gang að neyzluvatni, sem er ekki öruggt til neyzlu, nema soðið sé. Addis hefir vaxið mjög síðustu ár, og mikið er byggt af alls kyns skrauthýsum fyrir opinberan rekstur. Alls staðar blasa við manni miklar andstæður. Háskóli er þar síðan 1961 og kennsla í læknisfræði hófst þar 1965. Sam- band allra Afríkuríkja (OAU) hefir aðsetur sitt í Addis Ababa. Einnig er miklu af starfsemi Sam- einuðu þjóðanna í Afríku stjórnað frá Addis. Götulífið er mjög fjölskrúðugt, ægir þar öllu saman og hvarvetna getur að líta eymd og vesaldóm í ýmsum myndum, sem engin orð fá lýst. Eftir að myrkrið skellur á, um kl. 7 á kvöldin, fyllist loftið hund- gá mikilli, er stundum er rofin af hýenuvæli, en hýenumar vinna þarft hreinsunarverk í borginni. Margur hundurinn er haldinn rabies, en ekkert opinbert eftiriit er með hundahaldi. Öruggast þyk- jv að halda sig innandyra, er rökkva tekur. Um 4 morð munu vera framin í Addis að meðaltali á nóttu hverri. Flest þeirra standa á einhvern hátt í sambandi við al- menna evmd. Oftast á þar í hlut örvinglað fólk, sem á einn eða ann- an hátt er að reyna að bjarga sér undan hrammi hungurvofunnar. En samkvæmt Ethiopiskum lög- um er þjófur, sem staðinn er að verki, réttdræpur á stund og stað. Síðan 1942 heyra öll heilbrigð- ismál undir sérstakt ráðuneyti. Fyrir 15 árum síðan vörðu Ethi- opiumenn til heilbrigðismála ekki meir en um það bil 1/6 af því fé, sem varið var til starfsemi Karo- linska sjúkrahússins í Stokkhólmi á sama tíma. I öllu landinu munu starfa um 350 læknar, þar af að- eins um 50 Ethiopiumenn, er hlot- ið hafa læknismenntun víðs vegar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.