Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1969, Page 51

Læknaneminn - 01.09.1969, Page 51
LÆKNANEMINN um hinn vestræna heim. Hinir læknarnir koma frá ýmsum lönd- um heims. Þannig er í landinu aðeins einn læknir á um 70 þús. íbúa, og þar sem um það bil helmingur lækn- anna starfar í Addis Ababa, getur maður rétt ímyndað sér, hvílíkt neyðarástand ríkir í þessum mál- um víðast hvar um landið. 600 hjúkrunarkonur muna vera í landinu, og starfræktir eru 5 hjúkrunarkvennaskólar. f öllu ríkinu eru um 8000 sjúkra- rúm, og um þriðjungur þeirra er í Addis, en þar eru nokkur allvel búin sjúkrahús. Eitt hið elzta er rússneskt, og þar starfa eingöngu rússneskir læknar. Nú eru í byggingu í höfuðborg- inni tvö allstór sjúkrahús, sem byggð eru og útbúin samkvæmt nýjustu kröfum, með samanlagt um 1000 rúmum. Annað þessara sjúkrahúsa er byggt af Ethiopiska ríkinu og hitt fyrir gjafafé frá Vestur-Þýzkalandi. Erfitt verður að manna þessi sjúkrahús, nema með hjálp erlendis frá. Á síðustu árum hefir verið unn- ið markvisst að uppbyggingu heilbrigðismála og annarra jajóð- þrifamála í landinu og miklu ver- ið áorkað, þó t. d. megi segja, að enn sé staðið á byrjunarstigi. Margar af hinum svokölluðu þró- uðu þjóðum heims hafa lagt þar hönd á plóginn. Meðalaldur Ethiopiumanna í dag er ekki hærri en um 35 ár. Ungbarnadauði er um 200%, á sumum landssvæðum allt að 5— 600?A- Fæðingartalan í þessu Afríkuríki er heldur lág, eða um 35 á 1000 íbúa. Þetta er álitið stafa af ófrjósemi vegna hinna mjög út- breiddu kynsjúkdóma, en um 50% fullorðinna munu þjást af syphilis og annað eins af gonorrhoea. J,5 Læknisfræðilega séð er Ethiop- ia enn óplægður akur, þar sem bíða úrlausnar óþrjótandi læknisfræði- leg rannsóknarefni, og fólkið bíð- ur lækninga. Fólk, sem haldið er alls kyns kvillum, mörgum hverj- um er okkur hefir algjörlega eða nær algjörlega tekizt að útrýma, svo og mörgum þeim sjúkdómum, er við enn glímum við. Á slíkum stað verða kennslubækurnar lif- andi. Um það bil 70% allra sjúkdóma í Ethiopiu eru smitandi sjúkdóm- ar, sem hægt væri að koma í veg fyrir með ýmsum almennum ráð- um, svo sem umbótum á sviði vatnsveitumála, byggingu hol- ræsakerfa, útrýmingu skordýra, almennri fræðslu í heilbrigðismál- um o. s. frv. Kwashiorkor.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.