Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Page 20

Læknaneminn - 01.04.1986, Page 20
Skilun (Dialysis) Páll Ásniundsson Orðið dialysis virðist upprunnið í grein frá 1854 eftir Graham nokkurn. þar sem hann lýsir flæði uppleystra efna gegnum hálfgegndræpa himnu gerða úr nautsblöðru. Fyrstu kvið- skilun (peritoneal dialysis) gerði Wegner 1877 á dýrum, en telja má, að Abel o.ll. hafi lagt grunninn að blóðskilun (hemodialysis) árið 1914. Það er svo Hollendingurinn Wilhelm Kolff, sem talinn er eiga heiðurinn að fyrsta nothæfa útbúnaðinum til blóð- skilunar á mönnum árið 1945. Síðar hefur orðið ör þróun á öllu, sem lýtjjr að blóðskilun og kviðskilun og slík meðferð hefur bjargað eða framlengt líf þúsunda. Ég mun skýra stuttlega frá nokkr- um grundvallaratriðum og lýsa báð- um meginaðferðum skilunar og beit- ingu þeirra. Grundvallaratriði skilunar Skilun er fólgin í því, að hálfgegn- dræp (semipermeable) himna hleypir í gegnum sig mólekúlum undan þéttnihalla frá einu vökvahólfi til annars. (Mynd 1). Slíkar himnur finnast í náttúrunni. t.d. lífhimnan, en eru einnig gerðar af mannahönd- um, t.d. blóðskilunarhimnur. Gegndræpi (permeatability) himn- unnar ákvarðast af stærð smágata (pores) þeirra, sem á henni eru, auk þykktar hennar. Þessi atriði segja í raun einnig til um sértækni (selec- tivity) himnunnar gagnvart hinum ýmsu mólekúlum, en þar skipta stærð þeirra og Iögun einnig máli. Flæðishraöi efnis um himnuna á- kvarðast af gegndræpi hennar, flatar- máli og þéttnihalla efnis yfir himn- una. Þetta þýðir aö sjálfsögðu að skil- unarhraði er kominn undir endurnýj- unarhraða lausnanna beggja vegna himnunnar. Afköst blóðskilunar eru því háð blóðflæði um skiluna. Sé hydrostatiskur þrýstingshaili yfir himnuna getur lausn pressast gegnum hana undan hallanum. Kall- ast þaö últrafiltration. Osmotiskur þrýstingshalli veldur svipuðum flutn- ingi vatns undan hallanum uns jaf'n- vægi er náð. (Mynd 2). Nýta menn sér fyrirbæri þessi til þess að ná vökva af sjúklingnum, hið fyrrnefnda í blóðskilun en það síðara í kviðskil- un. Hlóðskilun (hæmodialysis) Til blóðskilunar þarf blóðskilu (gervinýra [dialyzer]), skilvökva og góðan aðgang að blóðveitu sjúklings. í blóðskilunni er blóði sjúklings rennt öðrum megin við hálfgegndræpa himnu, en hinum megin valnslausn, sem kölluð er skilvökvi (dialysate). Himnan er oftast úr cuprophane, sem er í ætt við sellófan og er þykkt henn- ar allt niður í 10 mikrón. Yfirborð himnunnar er gjarnan nálægt einum fermetra en rúmmál blóðhólfsins í skilunni þó aðeins ca. 100 ml. Með stillanlegum undirþrýstingi í skil- DIALYSIS; The movement of SOLUTES through a membrane from a higher to a lower solute concentration area, i.e, DIFFUSION THROUGH A MEMBRANE Mynd I. Skilun (dialysis). 18 LÆKNANEMINN Vms- Zmt,-38.-39. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.