Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Qupperneq 20

Læknaneminn - 01.04.1986, Qupperneq 20
Skilun (Dialysis) Páll Ásniundsson Orðið dialysis virðist upprunnið í grein frá 1854 eftir Graham nokkurn. þar sem hann lýsir flæði uppleystra efna gegnum hálfgegndræpa himnu gerða úr nautsblöðru. Fyrstu kvið- skilun (peritoneal dialysis) gerði Wegner 1877 á dýrum, en telja má, að Abel o.ll. hafi lagt grunninn að blóðskilun (hemodialysis) árið 1914. Það er svo Hollendingurinn Wilhelm Kolff, sem talinn er eiga heiðurinn að fyrsta nothæfa útbúnaðinum til blóð- skilunar á mönnum árið 1945. Síðar hefur orðið ör þróun á öllu, sem lýtjjr að blóðskilun og kviðskilun og slík meðferð hefur bjargað eða framlengt líf þúsunda. Ég mun skýra stuttlega frá nokkr- um grundvallaratriðum og lýsa báð- um meginaðferðum skilunar og beit- ingu þeirra. Grundvallaratriði skilunar Skilun er fólgin í því, að hálfgegn- dræp (semipermeable) himna hleypir í gegnum sig mólekúlum undan þéttnihalla frá einu vökvahólfi til annars. (Mynd 1). Slíkar himnur finnast í náttúrunni. t.d. lífhimnan, en eru einnig gerðar af mannahönd- um, t.d. blóðskilunarhimnur. Gegndræpi (permeatability) himn- unnar ákvarðast af stærð smágata (pores) þeirra, sem á henni eru, auk þykktar hennar. Þessi atriði segja í raun einnig til um sértækni (selec- tivity) himnunnar gagnvart hinum ýmsu mólekúlum, en þar skipta stærð þeirra og Iögun einnig máli. Flæðishraöi efnis um himnuna á- kvarðast af gegndræpi hennar, flatar- máli og þéttnihalla efnis yfir himn- una. Þetta þýðir aö sjálfsögðu að skil- unarhraði er kominn undir endurnýj- unarhraða lausnanna beggja vegna himnunnar. Afköst blóðskilunar eru því háð blóðflæði um skiluna. Sé hydrostatiskur þrýstingshaili yfir himnuna getur lausn pressast gegnum hana undan hallanum. Kall- ast þaö últrafiltration. Osmotiskur þrýstingshalli veldur svipuðum flutn- ingi vatns undan hallanum uns jaf'n- vægi er náð. (Mynd 2). Nýta menn sér fyrirbæri þessi til þess að ná vökva af sjúklingnum, hið fyrrnefnda í blóðskilun en það síðara í kviðskil- un. Hlóðskilun (hæmodialysis) Til blóðskilunar þarf blóðskilu (gervinýra [dialyzer]), skilvökva og góðan aðgang að blóðveitu sjúklings. í blóðskilunni er blóði sjúklings rennt öðrum megin við hálfgegndræpa himnu, en hinum megin valnslausn, sem kölluð er skilvökvi (dialysate). Himnan er oftast úr cuprophane, sem er í ætt við sellófan og er þykkt henn- ar allt niður í 10 mikrón. Yfirborð himnunnar er gjarnan nálægt einum fermetra en rúmmál blóðhólfsins í skilunni þó aðeins ca. 100 ml. Með stillanlegum undirþrýstingi í skil- DIALYSIS; The movement of SOLUTES through a membrane from a higher to a lower solute concentration area, i.e, DIFFUSION THROUGH A MEMBRANE Mynd I. Skilun (dialysis). 18 LÆKNANEMINN Vms- Zmt,-38.-39. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.