Læknaneminn - 01.10.1987, Blaðsíða 10

Læknaneminn - 01.10.1987, Blaðsíða 10
hækkaða blóðfitu, offitu og blóð- leysi). 3. Vara sjúklinga við reykingum og ofneyslu áfengis. 4. Blóðþynningarlyf. 2' 4' 21'27 Gjöf heparíns og síðan díkúmaróls hefur talsvert verið notuð við T.I.A., en í dag eru flestir sammála um að nota þessi lyf aðeins við blóðreki frá hjarta. Jafnvel í þeim tilvikum hefur gagnsemi þessarar meðferðar þó aldrei verið sönnuð. Við T.I.A. eru auk þess oft fieiri samverkandi or- sakaþættir að verki. Það flækir svo málið enn frekar að gáttatitringur (atrial fibrillation), sem talinn er lang algengasta uppspretta blóðreks frá hjarta til heila, greinist í u.þ.b. fimmta hluta allra sjúklinga með heiladrep, en í mörgum tilvikum er efiaust ekki um beint orsakasam- hengi að ræða, heldur sameiginlega orsök gáttatitringsins og blóðþurrð- arinnar í heilanum, þ.e. útbreidda æðakölkun. Gáttadtringurinn sem slíkur getur minnkað afköst hjartans og blóðfiæðið til heilans um allt að þriðjung og þannig valdið þar blóð- þurrð. Enn eitt sem torveldar þessa greiningu er að neikvæð ómskoðun af hjarta útilokar ekki blóðrek það- an, því jafnvel tvívíddar hjartasónrit er ekki nógu næmt til að útiloka blóðsega og auk þess gæti blóðseginn hafa losnað í heilu lagi. Hins vegar má búast við að um þriðjungur sjúklinga með ómeðhöndlaðan gátta- titring fái einhvern tíma heiladrep. Allt í allt þykir þó rétt að beita þess- um lyíjum þegar talið er að T.I.A. stafi af blóðreki frá hjarta. Áður verður þá að reyna að útiloka að heiladrep hafi þegar orðið, því blóð- þynning gæti leitt til blæðingar í drepsvæðið og þar með enn alvar- legra ástands. Er það gert með töku tölvustýrðra sneiðmynda af heilan- um. Vandinn er að drepbreytingar þurfa ekki að sjást á myndunum fyrstu sólarhringana. Þegar greinst hefur heiladrep er þessi ákvörðun hins vegar erfiðari. Af ótta við stóra heilablæðingu þykir rétt að sleppa heparíngjöf eða fresta henni um viku ef drepsvæðið í heilanum er mjög stórt, en réttlætanlegt að grípa til heparíns strax þegar heiladrepið er minna, í von um að forða meiri skaða af völdum frekara blóðreks. Niðurstöður margra (þó ekki allra) rannsókna hafa hins vegar bent til að með notkun asetylsalisyl- sýru (ASS) við T.I.A. megi draga verulega úr tíðni heilablóðfalls. Rannsóknir hafa einnig bent til þess að hjá T.I.A. sjúklingum sem fá heilablóðfall þrátt fyrir ASS meðferð dragi lyfið úr einkennum þess. Hæfi- legur skammtur ASS er þó enn óljós. Lyfið hemur ensímið cyclooxygenasa og dregur þannig úr myndun throm- boxans (einkum í blóðflögum en einnig í æðaveggjum), sem er efni sem örvar samloðun blóðflagna og dregur saman æðar, en um leið dreg- ur það úr myndun prostacyclíns (í æðaveggjum), en það efni dregur úr samloðun blóðfiagna og víkkar æðar. Ut frá dýratilraunum hefur þannig verið stungið upp á að litlir skammt- ar af ASS, allt niður í 25 mg/dag, geti dregið úr thromboxanmyndun- inni, án þess að hafa áhrif á prosta- cyclínið og þannig verkað betur en stærri skammtarnir. Á sama grund- velli hefur verið talið að háir skammtar af ASS hafi storkuhvetj- andi áhrif á blóðið, en athuganir á liðagigtarsjúklingum sem meðhöndl- aðir hafa verið með mjög stórum skömmtum af ASS hafa ekki staðfest þetta og sjúklingar með meðfæddan skort á cyclooxygenasa hafa ekki aukna blóðstorkutilhneigingu, held- ur þvert á móti væga blæðingartil- hneigingu. Auk þess er málið ekki svo einfalt að ASS verki aðeins á fyrrnefnd tvö storkuferli, heldur hef- ur iyfið reynst verka á fjölmarga aðra þætti storkukerfisins og er í raun ekki vitað hver af þessum verk- unum skiptir mestu máli. 23 Sýnt hef- ur verið fram á að lágir skammtar af ASS hafi mun minni hjáverkanir í för með sér en háir, en ekki hefur enn sem komið er verið staðfest að sama gagn sé að þeim og hærri skömmtunum. Athuganir þar sem sýnt hefur verið fram á gagnsemi ASS hjá fólki með T.I.A. hafa allar byggst á skömmtum á bilinu 1000-1500 mg/dag. í einni rannsókn sást aðeins árangur hjá karlmönnum 25, en í flestum öðrum jafnt hjá báð- um kynjum. Við óstöðugri hjarta- kveisu og eftir kransæðaaðgerðir hef- ur náðst góður árangur með lág- skammta ASS. Það þykir hins vegar óvíst að nákvæmlega sömu storku- hvetjandi þættir búi að baki þessum hjartvandamálum og T.I.A. og því er ekki beinlínis hægt að yfirfæra ár- angurinn á milli. Það er sem sé hægt að tína til ýmis rök til að mæla með lágskammta eða háskammta ASS meðferð, en ekki hægt að slá neinu föstu enn sem komið er. Verið er að athuga árangur ASS í lágum skammti hjá sjúklingum með T.I.A. og verður fróðlegt að sjá niður- stöðurnar. Þangað til verður að telj- ast öruggara að nota hærri skammt- ana, a.m.k. ef frábendingar eða hjá- verkanir mæla ekki gegn því. Auk ASS hafa verið reynd önnur lyf sem áhrif eiga að hafa á blóðflög- urnar, dipyridamól og sulfinpyra- zone, en þau hafa reynst gagnslaus við T.I.A. 5. Önnur lyf. 28 33 Verið er að prófa ýmis lyf sem vonir eru bundnar við að geti dregið úr skaða af völdum blóðþurrðar í heila. Orkuskortur í frumum heilans vegna blóðþurrðar dregur úr ,jóna- dælu“ frumuhimnunnar og trufiar þar með rafstarfsemi hennar og fruman tútnar út. Kalsíum streymir inn í frumurnar og getur það haft ýmis skaðleg áhrif, svo sem dregið úr 8 LÆKNANEMINN ^987-40. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.