Læknaneminn - 01.10.1987, Blaðsíða 84

Læknaneminn - 01.10.1987, Blaðsíða 84
neinu en vonandi gerist eitthvað í þessu máli nú í vetur. Marklýsingar Undanfarin tvö ár hefur kennslu- nefnd staðið fyrir söfnun marklýsinga um námskeið sem haldin eru í lækna- deild. Hafa stúdentar í kennslunefnd og kennslustjóri haft þetta mál á höndum. Teljum við þessi fyrirbæri til mikilla hagsbóta fyrir stúdenta og nauðsynleg, en einnig hafa þær mikil- vægum tilgangi að gegna til að fá yfir- sýn yfir hvað kennt er í hinum ýmsu greinum (sem enginn hefur) og koma þannig í veg fyrir óhentuga skörun. Hefur söfnun þessi tekist sæmilega og finna stúdentar vonandi fyrir því en ekki tókst að fá alla til að skila inn, hverju sem veldur. Kennslumáalastefna F.L. Var haldin 6. febrúar með þátttöku þrjátíu læknastúdenta og þótti takast með ágætum. Þar voru til umræðu ýmis mál en hæst bar væntanleg end- urskipulagning á námi í læknadeild og skoðanakönnun F.L. Er þetta í annað skipti ájafnmörgum árum sem slík ráðstefna er haldin. Niðurstöður þessara ráðstefna höfum við stúd- entar kynnt í kennslunefnd og nýtt mikið í umræðunni um endurskipu- lagninguna. Þær eru til á prenti og munu líklega birtast í Læknaneman- um enda eins konar stefnuvísir F.L. í kennslumálum. Tillögur stúdenta í kennslunefnd Stúdentar báru fram nokkrar til- lögur í kennslunefnd í vetur. Var ein um endurskipulagningu kennslu á öðru ári í deildinni sem hefur verið frámunalega illa skipulagt. Gekk sú tillaga út á blokkarkennslu í upphafi ársins í anatomiu en síðan samþætta kennslu í lífefna- og lífeðlisfræði það sem eftir lifði vetrar. Var tillögunni vel tekið en síðar söltuð vegna þeirrar heildarumræðu sem fram fer nú um skipulag kennslu í læknadeild. Onnur tillaga var um endurskoðun reglna um úrsagnir læknastúdenta úr prófum sem eru með öðrum hætti en almennt gerist í H.í. svo sem lækna- nemar þekkja. Var tekið vel í þessa tillögu enda sanngirnismál á ferðinni og er að vænta frekari ákvarðana í þessu máli fljótlega frá deildarráði þangað sem tillögunni var vísað í lok ársins. Skoðanakönnun F.L. Skoðanakönnun F.L. var fram- kvæmd í ár eins og undanfarin þrjú ár af kennslumálanefnd og niðurstöður hennar síðan kynntar í kennslunefnd. Fer aðjafnaði mikil vinna í þetta enda eitt af merkari framkvæmdum sem F.L. stendur fyrir. Nokkuð hefur áunnist gegnum þessar kannanir eins og kunnugt er, en undanfarið hefur nokkuð. borið á gagnrýni frá kennur- um og forsvarsmönnum deildarinnar á gerð kannaninnar og þá sérlega, að ekki komu nógu skýrt fram hvað sé að í kennsiumálefnum deildarinnar, bara að það sé eitthvað að. Voru mikl- ar umræður um þetta í kennslunefnd og innan kennslumálanefndar F.L. Á haustmánuðum fór undirritaður ásamt öðrum úr kennslumálanefnd á þing NFMU í Stokkhólmi sem ein- mitt fjallaði um gerð og framkvæmd slíkra námskannana. Fengum við þar ýmsar hugmyndir og sáum hvernig frændur okkar framkvæma slíkt. Uppúr þessu fór síðan af stað vinnu- hópur okkar og tveggja kennara (Sig- urðarnir, Árnason og V. Sigurjóns- son) þar sem fjallað var um þetta mál. Leiddu stúdentar þá vinnu og úr varð ný endurbætt skoðanakönnun sem kemur til framkvæmda á þessu ári. Verður sú könnun framkvæmd af læknanemum eftir sem áður en kennslunefnd læknadeildar innblönd- uð í málið sem vonandi gefur niður- stöðunum meira gildi á opinberum vettvangi (???). Um þetta allt saman er annars fjallað í grein frá Kennslu- málanefnd F.L. ísíðasta Læknanema. Norrænt samstarf kennslumálanefndar F.L. Kennslumálanefnd F.L. hefur tek- ið virkan þátt í norrænu samstarfi síð- astiliðinn vetur. Kemur þetta til af því að við eigum nú stúdentafulltrúa í Norrænu kennslumálasamtökunum NFMU sem í sitja kennarar og tveir stúdentar frá Norðurlöndunum öll- um. Hafa fulltrúar úr kennslumála- nefnd sótt nokkra fundi samtakanna á síðasta vetri og undirritaður hefur auk þess sótt stjórnarfundi sem oftast eru haldnir í sambandi við námskeið eða ráðstefnur sem samtökin standa fyrir um kennslumál. Farin var ferð á fund kennslu- nefnda á Norðurlöndum í Gautaborg í október þar sem kennslunefndir fluttu erindi um starfsemi sína síðast- liðinn vetur og kom það í hlut undir- ritaðs að flytja slíkt erindi frá íslandi þar sem stúdentar voru einu fulftrú- arnir úr kennslunefnd læknadeildar H.í. Þá var farið á fyrrnefnt þing í Stokkhólmi um mat stúdenta á námi í læknadeildum á Norðurlöndum sem var sérlega vel heppnuð ráðstefna. Undirritaður fór á stjórnarfund sam- takanna í Kaupmannahöfn í vor þar sem m.a. var til umfjöllunar aðal- fundur samtakanna sem halda á á ís- landi á komandi sumri og nánar verð- ur fjallað um það síðar. Þá er einn fulltrúi úr kennslumála- nefnd á fundi í Linköping í Svíþjóð þarsemveriðeraðkynnanýju lækna- deildina þar, sem er sú yngsta á Norð- urlöndum og menntar sína lækna eftir nýstárlegu og spennandi fyrirkomu- lagi. Mun fréttast af þeirri ferð síðar. í október er síðan spennandi fund- ur í Osló um þátt stúdentarannsókna 82 LÆKNANEMINN ^1987-40. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.