Læknaneminn - 01.10.1987, Blaðsíða 50

Læknaneminn - 01.10.1987, Blaðsíða 50
þeirra sem skaða óhjákvæmilega eig- in vefi hýsilsins. (2) Svo öflug og staðbundin ónæmissvörun veldur fljótt uppurð bremsuþátta (H og C4bp og DAF*), svo rækilegri að þeir ferlar sem venjulega verja eigin frumur fyrir skaðlegum áhrifum klofningarþátta, eru yfirbugaðir og virkjun á „membrane attack unit“ (C5. . .C9) (sjá framar) drepur þær frumur sem mótefnaflétturnar hafa fallið á. Slík viðbrögð eru gagnleg til þess að fjarlægja flétturnar og berjast við örverur en valda óhjákvæmilega vefjaskemmdum þegar eigin frumur eiga í hlut. Sjá mynd 4. C. Gjörnýting, skortur eða tepping CRl á rauð- um blóðkornum sést í sjúklingum með SLE Rannsóknir á þjóðflokkum og fjöl- skyldum gefa til kynna að fjöldi CRl á rauðum blóðkornum sé arfbundinn og ákaflega breytilegur í heilbrigðum einstaklingum. Eins og áður sagði ákvarðast hann af „ codominant all- eles as demonstrated by polymorph- ism in the restriction-fragment length of CRl gene“.21 I fyrstu var talið að fæð CRl á rauðum blóðkornum í sjúklingum með rauða úlfa væri einungis erfða- bundin en nú bendir margt til þess að hún geti líka verið afleiðing af sjúkdómsferlinum sjálfum. Vísbend- inga, til þess að sjúklingar með SLE hafi færri CRl á rauðum blóðkorn- um en aðrir, hefur einkum verið afl- að með; (1) fjölskyldurannsóknum , og þeim uppgötvunum að í sjúkling- um með rauða úlfa (2) er þéttni CRl á yfirborði rauðra blóðkorna því minna sem sjúkdómseinkennin eru meiri og (3) því að það er neikvæð fylgni milli fastbundinna C3 afleiða og CRl viðtökum á rauðum blóð- kornum í blóðrásinni.14 Til þess að skera úr um hvort sjúkdómsgangur- inn sjálfur ylli fæðinni réðust Walport ofl. í bráðsnjalla rannsókn. Þeir sprautuðu í blóðrás (e. transfus- ed into) sjúklinga með rauða úlfa eða „heita hemólítíska anemíu" (e. warm hemolytic anemia) rauðum blóðkornum úr heilbrigðum einstakl- ingi og greindu með einstofna mót- efnum rúmlega helmings fækkun CRl á þessum frumum á 112 klst.'4 Hvort sem fæð CRl á rauðum blóðkornum er arfbundin eða stafar af meinsköpun þessara sjúkdóma eða er sambland hvorutveggja, er af- leiðingin sú sama: Fækkun CRI dregur úr getu rauðu blóðkornanna til þess að bindast og flytja mótefna- fléttur til kyrrstæða átfrumukerfisins í lifur og milta. Þessa minnkuðu bindigetu hefur mátt mæla í sjúkl- ingum með rauða úlfa (SLE), iktsýki (e. rheumatoid arthritis) eða ýmsa blóðsjúkdóma.25 D. Misbrestur á upptöku mótefnafléttna í kyrr- stæða átfrumukerfinu getur valdið sjúkdómum Minnkuð mótefnafléttna-hreinsi- geta vefjagleypla í milti og lifur getur stafað að tvennu. Annars vegar því að rauðu blóðkornin komast ekki nægilega nálægt þeim (eins og í „cirrhoses of the liver") og hins veg- ar af starfrænum göllum í átfrumu- kerfinu sjálfu. Frank MM ofl. rannsökuðu virkni þessa átfrumukerfis í milti sjúklinga með sjálfsnæmissjúkdóma, með því að kanna hversu hröð eyðing eigin blóðkorna var þegar þau höfðu verið húðuð mótefnum af G-gerð. Vefja- gleyplar í milti hafa mikla þéttni Fc- viðtaka í frumuhimnu sinni sem bindast G mótefnum. Studies in patients with active systemic lupus erythematosus show a profound defect in Fc- receptor-specific clearance that correlates with disease acdvity. Patients with other autoimmune diseases have defects in Fc receptor functional activity when their illness is characterized by tissue deposition of immune complexes.26 M.ö.o. gallar í fleiri bindla- kerfum en klofningarkerfinu gætu skipt máli í meinskpöpun fléttusjúk- dóma. í þessu sambandi er fróðlegt að velta því fyrir sér að enn hefur ekki tekist að tengja iktsýki við arf- bundinn skort á klofningarþáttum eins og hefur margtekist með rauða úlfa.27 Samantekt Uppgötvun klofningarviðtaka í frumuhimnum, nokkurra frumu- gerða, hefur opnað nýjar víddir í ónæmisfræði. Rannsóknir á eigin- leikum og starfi þessara viðtaka hafa opnað augu manna fyrir þýðingu klofningarkerfisins í stýringu og samstarfi fruma í ónæmissvari. Starfsgreining á einum undirflokki þessara viðtaka, sem bindast fast- tengdum (e. fixed) C3 afleiðum, hef- ur gert okkur kleift að skilja einstök skref í fjölda frumuferla, og hefur leitt til stóraukinnar þekkingar á hlutverki mismunandi frumugerða í bólgusvörum (e. inflammatory res- ponces). — Auk þess sem þessi gerð klofningarviðtaka er á átfrumum og auðveldar þeim að gleypa mótefna- fléttur er hún á rauðum blóðkornum. CRl er einn þessara viðtaka og hann er þýðingarmestur þeirra í nýuppgötvuðu flutnings- og hreinsi- kerfi, sem flytur mótefnafléttur til hins kyrrstæða vefjagleyplakerfis (e. fixed macrophage system), þar sem þeim er eytt. í blóðrásinni eru meira en 90 % CRl á rauðu blóðkornum og þar gegna þeir a.m.k. tveimur hlutverkum; annars vegar bindast 48 LÆKNANEMINN ^987-40. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.