Læknaneminn - 01.10.1987, Blaðsíða 14

Læknaneminn - 01.10.1987, Blaðsíða 14
MYND 2. Skematísk mynd af því sem fer fram í Hem oxýgenasa kerfinu. Glúkúr- ónfk sýra tengist própríóník hópum á gallrauðanum. öðrum vefjum svo og í lifrarfrumum. (MYND 2) Það er bókstaflega hægt að horfa á myndun gallrauða þegar fylgst er með litarbreytingu hematóms. Hinn fjólublái litur þess breytist smá sam- an yfir í gulan lit gallrauðans. Gallrauði truflar efnaskipti fruma. Hann myndast þó ekki beint úr hemi, heldur myndast gallgræna (biliverdin) fyrst, sem er vatnsleysan- leg og skilst óumbreytt út í þvagi. Hvers vegna líkaminn myndar gall- rauða, þrátt fyrir hina ótvíræðu kosti gallgrænunnar er ekki vitað. Þó er vitað að gallrauði flyst yfir fylgju andstætt gallgrænu. Fuglar og lagar- dýr skilja út gallgrænu, en spendýr gallrauða. 250-300 mg af gallrauða skilst út úr líkamanum á degi hverj- um. Styrkur gallrauða telst vera, undir eðlilegum kringumstæðum, 3,4-17,1 míkrómól á hvern lítra blóðs (0,2-1,0 mg/dL). Þegar styrkur gall- rauða í blóði er hærri nefnist það hyperbílírúbínemía. Gula fer að koma í ljós þegar styrkur gallrauða er meiri en því sem nemur 35 míkrómól á hvern lítra blóðs. Eituráhrif gallrauðans Sökum þess að gallrauði er fitu- leysanlegur, leysist hann vel upp í himnum fruma og á því greiða leið inn í þær. Sýnt hefur verið fram á að gallrauði hindrar ATP-myndun í orkukornum. Þekktustu enjafnframt skaðlegustu áhrif gallrauða koma fram í miðtaugakerfi sem heilagula (kernicterus) sem leiðir til víðtækra skemmda. Gallrauðinn verður að vera ósamtengdur til að komast yfir blóð-heila þröskuld. Ósamtengdur gallrauði er í miklu magni í blóði ef samtenging í lifur er skert eða bind- ing hans við albúmín er minnkuð. Heilagula er algengust í nýburum sökum þess að styrkur albúmíns er lágur í blóði þeirra og að samtenging gallrauða við glúkúróníksýru í lifur er afkastalítil. Heilagula þekkist einnig í eldri einstaklingum. Þá er það stór- lega skert UDP-glúkúrónýl transferasa virkni sem henni veldur (týpa 2 af Crigler-Najjar syndrómi). Samtengdur gallrauði hefur engin þekkt eitur- áhrif. Flutningur gallrauða í blóði Umbrot gallrauða og um leið af- eitrun hans fer fram í lifur, sem felst í því að gera hann vatnsleysanlegan og skilja síðan út í gallið. Þangað berst hann bundinn albúmíni. Sök- um lítillar vatnsleysni gallrauðans, ásamt bindingu hans við albúmín, þá skilst hann ekki út um nýru. Al- búmín hefur einn afturkræfan há- sækni bindistað fyrir gallrauða og a.m.k. tvo aðra afturkræfa bindistaði með lægri sækni. Gallrauði bindst fyrst hásækni bindistaðnum mól fyr- ir mól og bindst ekki lágsækni bindi- stöðunum fyrr en styrkleiki hans nær 35 mg á hvern dL blóðs. Mörg lyf, þar á meðal súlfónamíð, penicillínsam- bönd, fúrósemíð og r'óntgen-skyggiefni, geta losað gallrauðan frá albúmíni. í nýburum getur þetta leitt til heila- gulu. Enn fleiri lífrænar anjónir og lækkun á sýrustigi blóðs getur losað gallrauða selektívt úr lágsækni stöð- um. Auk afturkræfrar bindingar gallrauða við albúmín er óafturkræf binding (covalent, the third form) þess- ara sameinda í sjúklingum með lifr- 12 LÆKNANEMINN 44987-40. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.